Það er vont að bæla og byrgja – flýja.
Afneita vonbrigðum, afneita því sem er.
Þá er betra að taka á móti sorginni með opnum örmum, gráta með henni eins og við eigum lífið að leysa, og það eigum við vissulega.
Gráta eins og það sé skýfall – og halda engu eftir, snýta okkur fast og finna svo að léttir um leið og sólin fer að þurrka upp regnið og pollarnir minnka.
Þá – já einhvern tímann þá, getum við farið að brosa brosinu sem við héldum að kæmi aldrei aldrei aftur.
TAKK,A ER SVO GOTT A FA POST FRA ER:)