Flest könnumst við við það að eiga erfitt með að sleppa tökum. Við höldum í ýmislegt sem oft er ekki okkar að stjórna, höldum jafnvel í fortíð eða fólk sem við viljum breyta. –
Þegar við höldum þá kreppum við hnefann – höldum fast í taumana og lokum á. –
Fyrir utan það að halda fast – þá lokum við á möguleikann á nýjar gjafir sem kæmu í staðinn, því við tökum ekki á móti neinu með krosslagðar hendur eða kreppta hnefana. –
Til að taka á móti þarf að opna lófana – sleppa tökunum – finna það fara og svo finna nýja orku í lófunum og leyfa þessu nýja að koma, þiggja gjafir lífsins og ekki veita þeim mótstöðu.
Þetta er góð æfing, þ.e.a.s. að sitja í nokkrar mínútur á dag með opna lófana – og taka á móti og segja „Já takk“ –