Ég get það …. og hvað er þetta „það?“ …..

Þegar við viljum ná árangri þurfum við oft að minnast þess að vera raunsæ.

Manneskja í svona nokkuð lélegu „sófaformi“ ákveður ekki að ganga Esjuna á morgun, – heldur tekur hún ákvörðun um að ganga á Esjuna, en byrjar aðeins smærra,  e.t.v. er nóg að taka klukkutíma göngu á jafnsléttu til að byrja með og fara svo að prófa aðeins halla, eins og að ganga í Búrfellsgjá og enda á toppnum þar. –  Endurtaka það og svo fara þegar styrkurinn er orðinn meiri á Esjuna, – og ganga e.t.v. upp að steini.  Það má endurtaka og síðan þegar styrkurinn vex fara alveg upp á topp og skrifa þar í gestabók.

Þetta tekur tíma – en ákvörðunin er fyrst.

Þetta „Það“ sem þessi manneskja getur er að ganga, er að hreyfa sig – og jú hún getur gengið upp á toppinn á Esjunni,  þó það sé ekki alveg daginn eftir ákvörðun. –

Þegar við ætlum okkur of stór skref á of stuttum tíma líður okkur eins og við séum vanhæf og ómöguleg,  getum hreinlega ekki. – En gefum okkur tíma og gefum okkur það að vera raunsæ og tökum bara ákvörðun.

Það er margt sem við getum, ef þú ert að lesa þetta þá til dæmis getur þú lesið, þú getur andað, þú getur notað tölvu, kannski getur þú gengið á Esjuna strax á morgun,  en kannski ekki fyrr en eftir ár? –

Jákvæð staðhæfing er upphaf að mörgu, og þarf ekki að vera röng þó hún virki ekki akkúrat í dag eða á morgun.  Ef þú segir við sjálfa/n þig: „Ég elska mig djúpt og einlæglega“ – eða „Ég virði mig, ég er stórkostleg manneskja“ þá er það satt, þó þú trúir því ekki þá stundina.  Það kemur að því, ef þú bara heldur áfram og endurtekur þessar setningar, og helst fyrir framan spegil þar sem þú horfir í augu þér.  Þá hættir þú líka að láta aðra segja þér eitthvað annað,  því þannig virkar sjálfs-traustið.

„Ég get ÞAГ –  … setningin kemur okkur áfram, en við eigum að færast áfram, þó að við og við komi mótvindur og feyki okkur jafnvel um koll, þá höldum við áfram, vegna þess að við getum það! –

Hafðu TRÚ  – og þú getur ÞAÐ.

425125_10150991208683141_2145683887_n

Ein hugrenning um “Ég get það …. og hvað er þetta „það?“ …..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s