Er unglingurinn þinn í vanda?

Þó það hljómi kanski undarlega,  þá er það nú í flestum tilvikum þannig að ef unglingurinn er í vanda,  óánægður, leiður, „latur“ – „frekur“ – er með „unglingavandamál“ o.s. frv.  þurfa foreldar oft að líta í eigin barm.

Hvernig líður mömmu? – Hvernig líður pabba? – Hvernig eru samskiptin þeirra?

Foreldar eru fyrirmynd, – ef að leið foreldris til að líða betur er að reykja sígarettur, af hverju ætti unglingurinn ekki að leita þeirrar leiðar?

Börn og unglingar þjást þegar foreldrum þeirra líður illa.  Þau spegla sig í foreldrum sínum. –

Ef foreldrar ætla að hafa eitthvað til að gefa, og ætla að vera góðar fyrirmyndir þurfa þeir að fara að huga að sínu sjálfstrausti, sinni sjálfsvirðingu og sinni hamingju almennt.

Ánægt foreldri með gott sjálfstraust og sem virðir sjálft sig, bæði á líkama og sál er fyrirmyndar-foreldri.

Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar skoði sig sjálf og athugi hvort þeir eru að nota súrefnisgrímuna, eða bara reyna að demba henni beint á barnið og hafi ekki þrek til að halda henni þar vegna þess að þeim vantar allan kraft og kunnáttu til þess að nýta sér hana – þegar þeir hafa ekki notað hana sjálfir.

Ef að sjálfsrækt er „soðin niður“ í einfaldleika þá byggir hún á:

A) Að þykja vænt um sig, nógu vænt til að rækta líkama og sál.

B) Að lifa með vitund, þ.e.a.s. að vera áhorfandi að eigin viðbrögðum – eigin viðhorfi o.s.frv. –  (Vera sinn besti vinur/vinkona)

Það er auðvitað hægt að telja ýmislegt fleira upp en þetta er þessi tvö stærstu mál sem fólk þarf að komast yfir.

Þetta gildir bæði fyrir foreldra og börn.  En foreldrar eru fyrirmyndir og hægt að kenna þetta 😉

happy-kids

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s