Þegar við erum langt niðri – er það stundum vegna þess að við höfum sokkið í kviksyndi. – Ekki raunverulegt kviksyndi, eða það sem við sjáum með berum augum, heldur kviksyndi neikvæðra hugsana. –
Ef við höfum náð að hugsa okkur niður, hver er þá aðferðafræðin við að komast upp? – Jú, við hugsum okkur upp.
Það er það sem við erum að gera með því að æfa jákvæðar staðhæfingar í stað neikvæðra, það er það sem við erum að gera þegar við erum að sleppa tökum á því sem þyngir okkur og heldur aftur af okkur þannig að við erum föst í kviksyndinu. –
Að hugsa upp er „tækið“ – og ef við eigum erfitt með að gera það sjálf þurfum við leiðsögn við að læra á „tækið“ –
Nýtt námskeið – „Ég get það“ – hefst 21. október nk. Verið velkomin! – Skráning HÉR ath, að það er hægt að fara fram á skiptingu greiðslna í 3 hluta.