Ég er ekki með nein læti nema vera skyldi þakk-læti 🙂
Ég sit hér í hægindastólnum hennar móður minnar blessaðrar, sem ég erfði eftir hana. Það er komin ró og friður í litla húsinu á Framnesveginum, tveir litlir kroppar sofnaðir eftir skemmtilega sundferð með móðursystur þeirra.
Þessir tveir kroppar eru Elisabeth Mai og Ísak Máni, – og er ég búin að vera að skottast með þeim í dag. – Það er eiginlega alsæla, að hlusta á andardráttinn þeirra, heyri í þeim á víxl. –
Þegar tíminn er takmarkaður sem við fáum að njóta, lærum við að vera þakklát fyrir þann tíma sem okkur er gefinn.
Þegar ég skrifa svona streyma tárin – þakkartárin.
Elskum meira, þökkum meira og óttumst minna.
Það fer allt vel að lokum.
🙂