Þakklæti

Ég er ekki með nein læti nema vera skyldi þakk-læti 🙂

Ég sit hér í hægindastólnum hennar móður minnar blessaðrar, sem ég erfði eftir hana. Það er komin ró og friður í litla húsinu á Framnesveginum,  tveir litlir kroppar sofnaðir eftir skemmtilega sundferð með móðursystur þeirra.

Þessir tveir kroppar eru Elisabeth Mai og Ísak Máni,  – og er ég búin að vera að skottast með þeim í dag. –   Það er eiginlega alsæla, að hlusta á andardráttinn þeirra, heyri í þeim á víxl. –

Þegar tíminn er takmarkaður sem við fáum að njóta, lærum við að vera þakklát fyrir þann tíma sem okkur er gefinn.

Þegar ég skrifa svona streyma tárin – þakkartárin.

Elskum meira, þökkum meira og óttumst minna.

Það fer allt vel að lokum.

1277795_10201626979890072_1685395355_o

Ein hugrenning um “Þakklæti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s