Fólk er yndislegt! …..

Síðustu helgi vorum við níu flottar konur í Skálholti, hlógum saman, grétum saman, sungum saman. –  Við upplifðum eitthvað gott og heilagt. –

Á mánudag var ég með námskeiðin mín „Ég get það“ – og þar upplifði ég líka eitthvað gott og heilagt.  Upplifi það í hverjum hópi og á hverju námskeiði.

Seinni partinn í dag var ég með hugleiðslunámskeiðið mitt um æðruleysið.  – Ég var með mjög mikinn höfuðverk þegar ég byrjaði og taldi mig jafnvel vera að fá flensu, en höfuðverkurinn gufaði upp.

Ég er reyndar undir mjög miklu álagi þessa dagana, en eins og ég hef sagt áður, að það er ekki annað í boði en að vera sterk – þó auðvitað leyfi ég mér að gráta og syrgja – og afneita ekki því sem er að ganga á í mínu lífi. –  Læt það þó ekki trufla, – geri ekki storm í stofunni hjá mér þegar alvöru stormur geysar eins og hjá blessuðu fólkinu á Filippseyjum.  ❤

Á hugleiðslunámskeiðinu fann ég fyrir ljósi, óvenju sterku heilunarljósi – enda með mjög sterku fólki sem gefur mér sitt ljós um leið og ég deili mínu. –

Við ræddum hugrekkið við að vera til, við að segja satt og vera heiðarleg. – Við ræddum það líka að hver sál er perla, og við saman perlufesti. Ég sagði frá mínum hugmyndum um hvað tengdi perlurnar – en það er þetta sem sum kalla Æðri mátt en önnur Guð – og e.t.v. kalla einhver það eitthvað allt annað, orku, líf eða bara eitthvað sem er okkur stærra og æðra. –

En fólk er gott og fólk er yndislegt. Við verðum aðeins að huga að því að sumt fólk er að einangrast, og það er yndi að geta komið saman – sest niður, spjallað og bara VERIÐ TIL. –

SAM-VERAN er góð og heilög.

Fyrir hana er ég þakklát og verð ævinlega þakklát.

Ég er líka þakklát fyrir fólk sem ég get hjálpað – það er þetta bergmál lífsins, – en í morgun fékk ég bréf frá ónefndri konu sem skrifaði:

„Hef legið yfir greinunum þínum undanfarna daga, notað morgunhugleiðsluna nánast á hverjum morgni og þetta er að hjálpa mér. Hef trú á að það sem þú ert að gera með mér sé að bjarga lífi mínu ❤ “ .. 

Fólk kannski áttar sig ekki á því að svona „feedback“ eða endurgjöf eins og það kallast á íslensku er í raun að bjarga mínu lífi.  Það hjálpar mér líka að halda áfram krefjandi starfi mínu. – 

TAKK .. svona virkar félagsauðurinn. 

Það má kannski taka það fram að mér finnst dýrin líka yndisleg og gefa góða orku, – sumt fólk segir að ekkert illt þrífist nálægt dýrum. Ég vil trúa því.

Kola – Pjakkur, Mia og Bomba eru mér sammála 😉

308192_177514862373237_1750021977_n

Friður – Gleði – Ást …. til þín.

p.s. trúlofaðist sjálfri mér í hugleiðslu kvöldsins, lofaði mér eilífri tryggð og fékk hring með bláum glitrandi steini.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s