Það er lífsnauðsynlegt að leika sér ..

Í pistilinum hér á undan, sem ég mæli með að þið lesið tala ég um mikilvægi þess að elska sig. Að elska sitt innra barn. –

En það er annar þáttur sem við látum stundum sitja á hakanum og það er að hleypa þessu barni út að leika.

Ég er með fólk í viðtölum nær daglega og spyr stundum, „Hvað ertu að gera sem þér finnst skemmtilegt?“ – „Hvenær leikur þú þér?“ –

Það er engin afsökun að börn séu fyrirstaða, því hverjum finnst skemmtilegra en að mamma eða pabbi gefi sér tíma til að leika, ekki bara af skyldurækni, heldur að þau finni upp á einhverju sem þau hafi gaman af og geti tekið börnin með í leikinn. –

Fullorðnir eiga þó margir annars konar leiki. –  EIn af skýringunum á því hvað sé að leika sér, er að við gerum eitthvað algjörlega tilgangslaust. –  (Þá fá sumir kvíðakast,  og fara að hugsa „ég ætti að vera að gera eitthvað af viti, – taka til, elda mat, blah, blah“ og ýta á fullu á sína eigin skammartakka). –

Nei – t.d. að leggjast upp í sófa og lesa bók – það er að leika sér, og munum að þegar við höfum valið eitthvað þá ekki gera það með samviskubiti, því fátt er meira lamandi en samviskubit eða skömm. –  Leikum okkur, valhoppum, hlæjum,  gerum okkur pinkulítið að fíflum – eins og sagt er, því fagnaðarerindið er: „Það er hollt“ –  það hef ég lesið hjá fræðingum, – það er ekkert sem ég fann upp sjálf, enda óþarfi að finna upp hjólið. –

Af hverju er það hollt? – Jú, andstæða leiksins og hafa gaman er þunglyndið, eða depression,  – og það segir Dr. Brené Brown. –

Svo þess vegna er lífsnauðsynlegt að leika sér, fagna og vera glöð og ég legg til að fólk stundi mikinn fíflagang og leiki sér þessa helgi sem er framundan. –

Það ætla ég að gera 🙂

426349_4403581721455_1819512707_n

Ein hugrenning um “Það er lífsnauðsynlegt að leika sér ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s