Er til eitthvað sem heitir „óhollt samband?“ ..

 Þessi grein er þýdd – og er eftir Dr. Karuna Sabnani, en hún er eftirfarandi:

Þegar við tölum um næringu verður fólki oft fyrst hugsað til líkamlegrar næringar. –  Margir fara í „detox“ – eða afeitrun og losa sig við eitthvað gamalt úr kroppnum – hreinsa lifur, ristil o.s.frv. – en í þessum pistli ætla ég ekki að tala um mat – heldur fólk, samskipti við fólk og að losna úr „óhollum“ samskiptum og samböndum.

Við vitum alveg að fólk hefur mismunandi áhrif á okkur, sum góð áhrif og önnur vond. –  Stundum eru það bara þessi gagnvirku áhrif, – þ.e.a.s. að tveir einstaklingar hafa vond áhrif á hvorn annan, jafnvel þó þeir geti átt í góðum samskiptum við annað fólk.

„Eitrið“ er ekki aðeins í loftinu, í slæmu fæði eða drykkjum. Það þarf að líta á allar hliðar. –

Þó að einhverjum langi í sykur, þýðir það ekki endilega að sykurinn sé honum eða henni hollur, heldur einmitt þveröfugt.

Sykur getur verið sem eitur.

Það verður hver og einn að vega og meta hvað honum eða henni er hollt, og vera vel meðvituð/meðvitaður um það.  Það þýðir ekki aðeins að skoða hvað við erum að naga (borða)- heldur hvað (eða hver) það er sem er að naga (borða) okkur.

Fyrsta skrefið til að átta sig á því hvort að manneskja er okkur óholl er,  ef við þurfum að breyta einhverju í okkar eigin fari (getum ekki verið við sjálf) til að geta verið í samskiptum við hana. –

Eftirfarandi eru dæmi um „eitrað“ fólk:

1) Fyrrverandi maki eða elskhugi sem þú ert með þráhyggju fyrir, fókusinn er á þessa/þennan fyrrverandi og þú hefur meiri áhuga á hans/hennar lífi en þínu. – Þú kemst þannig ekkert áfram í þínu eigin lífi og ert ekki að byggja upp eigið líf.

2) „Vinur“ eða „Vinkona“ sem tekur frá þér orku, og þú ert alveg búin/n á því eftir að hafa varið tíma með honum/henni og þú þarft næstum að komast í meðferð eftir samveruna.

3) Hvaða persóna sem er, sem er full dómhörku, ásakana og/eða ofbeldsfull.  Þau sem eru neikvæð í kringum þig, fólkið sem sýnir þér allar hindranir í þínu lífi í stað þess að benda á lausnirnar.  Segir „Þú getur ekki“ í stað „Þú getur“ .. (hefur ekki trú á þér).

4) Hver sem er þannig að þú kvíður að hitta eða tala við, eftir að þú dregur þig í stutt hlé til að endurmeta stöðu þína.

5) Einhver sem baktalar þig, en er almennileg/ur við þig þegar hann/hún mætir þér persónulega.

6) Starfsmaður þinn, samstarfsfélagi eða viðskiptavinur sem mætir reglulega með neikvæða orku og streitu inn í þitt starfsumhverfi.

7) Fjölskyldumeðlimur sem er orkusuga, gerir stöðugt lítið úr þér og er einstaklega eitraður.  (Þessi staða er snúin, en gerum okkar besta að setja skýr mörk, – með því sem við köllum „tough love“ ef ekkert annað virkar). Stundum er „Nei“ það kærleiksríkasta sem við getum sagt.

Að sama skapi og við þurfum að vita hvernig við bregðumst við t.d. ef við færum í líkamlegt detox, þurfum við að vita hvernig við bregðumst við andlegu detoxi eða afeitrun.  – Eigum við að skella í lás – klippa á einn, tveir og þrír eða gera það hægt og bítandi.

Í mörgum skilnaðarmálum er mælt með því sem kallað er „clean-cut“ – því að klippa sem hreinlegast á öll samskipti.  Það er eins og að hætta að reykja alveg, – í stað þess að fá sér eina og eina því það er hætta á að reykingarnar aukist á ný ef verið er að „daðra“ við þær.

Það getur verið erfitt að losna undan svona fólki, – sms-um, símhringingum, tölvupósti, facebook, o.s.frv. – tengileiðirnar eru svo margar og því krefst það aga.

Það er eins og fólk sem ætlar að hætta að nota sykur, en sykurinn leynist í ýmsu formi sem fólk kannski áttar sig ekki á.

Það sem þú veitir athygli vex, svo lykillinn er að taka athyglina af viðkomandi manneskju. 

Ráð til að sleppa.

1. EKki tala við þessa manneskju. Ef ekki er hægt að halda það út að eilífu (ekki í boði vegna tengsla) gerðu það í ákveðinn tíma og finndu lausnir til að minnka samskiptin við þessa manneskju til langtíma litið.

2. Ekki skoða facebook – síðu þessarar manneskju eða nokkuð tengt henni á facebook.  Settu allar tilkynningar henni tengdar á „off“ –  ef þú treystir þér ekki að gera þetta svona blokkeraðu viðkomandi.

3. Ekki tala um þessa persónu.  Þú ert að reyna að byggja upp nýtt mynstur – ef þetta er of erfitt og þú þarft á hjálpa að halda, talaðu við vin/vinkonu eða meðferðaraðila.

4. Forðastu staði sem viðkomandi stundar. Forðastu staði sem vekja upp nostalgíu (fortíðarþrá) varðandi þessa manneskju. Forðastu allt í umhverfinu sem vekur upp hugsanir um viðkomandi.  (Þessi hluti getur orðið snúinn á okkar litla Íslandi og pistillinn líklegast ætlaður stærra samfélagi, en hér reynir á mörkin, þ.e.a.s. að setja viðkomandi mörk ef þið mætist, ekki láta hann/hana komast inn fyrir þín þægindamörk).

5. Forðastu allt félagslegt og fjölmiðlatengt sem tengir þig við þessa manneskju. – Ef þú stenst ekki að fylgjast með uppfærslum á lífi hennar/hans – hættu algjörlega að fylgjast með.

6. Ekki hlusta á tónlist sem minnir þig á þessa persónu. Tónlist ýtir á minningatakkana – og gerir viðkomandi raunverulegri í núinu. Það er því gott að uppfæra tónlistina sína í þessum aðstæðum.

7. Segðu, „já“ við nýju fólki og aðstæðum til að endurstilla fókusinn. Eignastu nýja vini og finndu nýtt fólk til að vinna með.

8. Forðastu að lesa gömul skilaboð og sms frá þessari manneskju.  Ef þú getur ekki staðist freistinguna, ýttu á delete. Þetta gildir um myndir líka.  Fylltu upp í tómarúmið með nýjum tímum og hlutum sem eru góðir fyrir þig.

9.  Breyttu rútínum þínum, prófaðu einn dag – eða helgi, farðu í nýtt umhverfi til að endurstilla sjónarhorn þitt í lífinu og auðvelda hreinsunarferlið.

10. Hreyfðu þig og nærðu þig vel líkamlega. Það hjálpar þér við að losna við gamalt eitur úr líkama og sál.

11. Umvefðu þig með fólki og aðstæðum sem nærir þig, elskar  og hressir sál þína.

Næst þegar þú hugsar „detox“ hafðu í huga meira en að líta á mataræðið – og hreinsaðu þig af „eitrandi“ fólki í lífi þínu líka

 Þessi grein er þýdd – og er eftir Dr. Karuna Sabnani. á

Twitter: www.twitter.com/DrKarunaSabnani

Cool_Life_Quotes_Life-Change-Quote

4 hugrenningar um “Er til eitthvað sem heitir „óhollt samband?“ ..

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

  2. Wow, marvelous weblog layout! How long have you ever been blogging
    for? you made running a blog glance easy.

    The total look of your web site is excellent, as neatly as the content!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s