Ótti lamar. Hann heldur okkur stundum frá því að gera jákvæðar breytingar í lífinu. Óttinn vekur innra varnarkerfi og „gabbar“ okkur til að halda að við höfum góða og gilda ástæðu til að gera EKKI breytingar.
- Ótti, og þá sérstaklega óttinn við að mistakast eða verða fyrir vonbrigðum rýrir möguleika okkar til breytinga eða vaxtar, og heldur okkur frá því að fylgja þeim eftir.
- Óttinn við að gera mistök gerir okkur óákveðin og veldur því að við verðum áttavillt. Hann stöðvar okkur í því að vita hvað það er sem við raunverulega viljum.
- Ótti brenglar sýn okkar á lífið og hvers við erum megnug til að bæta það.
- Óttinn heldur okkur frá því að biðja um hjálp, eða frá því að leyfa okkur að þiggja andlega hjálp sem okkur er boðin.
- Óttinn lætur okkur stundum sætta okkur við það sem okkur er ekki bjóðandi
- Óttinn heldur okkur frá því að sækjast eftir því sem við eigum í raun skilið
- Til að sefa óttann, þróum við stundum með okkur slæma siði sem við sitjum uppi með
- Óttinn ræður því oft að við hættum við eitthvað á síðustu metrunum, þegar við erum alveg að ná markmiðum okkar
- Óttinn heldur okkur frá því að taka áhættur
- Óttinn við skoðanir annarra heldur okkur frá því að þora að fylgja hjarta okkar, innsæinu okkar og að vera við sjálf
- Óttinn valdar ofbeldismanninn – ef við erum hrædd skynjar hann það og nýtir sér valdið
- Endurtek: Óttinn lamar
Ekki vera hrædd, ekki láta segja okkur að vera hrædd, því hrædd eigum við ekki að ganga í gegnum lífið. Forðumst því hræðsluáróður í hvaða formi sem hann kemur.
Verum skynsöm en ekki hrædd.
Höfum meiri trú – trú á eigin mátt og megin, og minni trú á mátt ofbeldis og þeirra sem stunda ofbeldi, því ofbeldi er aumingjaskapur.
Það er ekki aumingjaskapur að verða fyrir ofbeldi, sendum þau skilaboð og mætum veröldinni – óhrædd.
Sumt ofbeldisfólk er eins og hundar sem gelta hæst, er agnarsmátt inní sér og ef við hvessum okkur við það hleypur það í bælið sitt. –
Sumt fólk kann bara að gelta og ógna, en ekki að elska.
Kennum þessu fólki að elska með að vera þeim fyrirmyndir.
Lifum heil og af heilindum.