Þjónninn og konan …

Einu sinni var kona – hún hafði þjón í vinnu,  þjón sem var búinn að þjóna henni í tugi ára, alla hennar ævi reyndar, og fylgja henni hvert fótmál, dag og nótt. –  Konan var því miður ekkert alltof notaleg við þjóninn og gífurlega vanþakklát, miðað við hvað hann hafði þjónað henni vel, þrátt fyrir meðferðina, – hún sagði m.a. eftirfarandi við þjóninn sinn:

„‘Mikið ertu feitur“  – „Ég hreinlega hata á þér magann“ –   „Svakalegt er að sjá þig, ertu með ljótuna í dag?“ – „Ég hata þessar hrukkur á þér“. – „Sjá þessi þykku læri“ .. „Úff, slæmur hárdagur?“ „Af hverju ertu svona helv..stirður“  – „Þú ert bara alltaf eitthvað lasinn!!“ … „Hver þykist þú vera?“  – „Þú átt sko ekkert gott skilið og getur bara þolað það sem ég legg á þig!“ .. o.s.frv. –

Það vita það flestir að svona tal virkar ekki hvetjandi til góðrar þjónustu og þjónninn fór hægt og rólega að hætta að nenna að þjóna þessum húsbónda. Hann drabbaðist niður og leið illa og fór að borða enn meira, ofan í tilfinningar sínar. –

Þjónninn varð þunglyndur og enn meira lasinn og var alveg að gefast upp á þessu andlega ofbeldi konunnar,  en þá fór konan á námskeið, þar sem hún lærði að tala fallega við þjón sinn; líkamann,  og vera honum þakklát fyrir dygga þjónustu.   Nota örvandi tal, hrós og viðurkenningu.  Allar frumur þjónsins tóku gleðikipp og fóru að starfa betur.

21-the-world

10 hugrenningar um “Þjónninn og konan …

  1. I appreciate, result in I discovered just what I was taking a look for.
    You’ve ended my four day long hunt! God Bless you man. Have
    a great day. Bye

  2. I’m curious to find out what blog platform you’re working with?
    I’m having some minor security problems with my latest site and I would
    like to find something more secure. Do you have any suggestions?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s