Frá „Worry“ til „Happy“ …

Það er stór munur á því að vera áhyggjufull yfir í það að vera hamingjusöm. – Eða frá „Worry“ að „Happy“  …. og við vitum að sum skref eru of stór.  Það sama gildir um að upplifa sig máttlausan upp í að hafa fullt af orku. – Það er líka stórt skref.   Það er líka stórt skef að missa 10 kíó,  ef svo ber undir og frá því að liggja í sófanum og vera komin á fjallstindinn!.

Það er því ekkert skrítið að sum okkar finnum fyrir pirringi þegar við erum langt niðri og einhver segir  „Losaðu þig bara við þessi kíló“ – eða  „Vertu bara happy“ .. arrrrggg.. gæti einhver sagt. –  Og þetta arrrgggg.. á rétt á sér. – Því að þarna er verið að ætlast til að við gerum eitthvað sem er ekki í mannlegum mætti. –

En allt á sér lausnir, og lausnirnar eru minni skref. – Hafa trú á að árangur náist. –

Hafa trú á að við getum verið „Happy“

Hafa trú á að við getum verið full af orku.

Hafa trú á að við getum losað okkur við 10 kíló.

Hafa trú á að við komum á fjallstindinn (fjall við hæfi).

Við verðum bara að taka ákvörðun og svo hvetja okkur áfram, – ekki með hrísvendi eða svipu,  heldur með ánægju og gleði, með að vera glöð með litlu skrefin. –  Við tölum okkur upp en ekki niður, ekki með að segja of stór í einu, eins og „ég er hamingjusöm/samur“ – eða „ég er grönn/grannur“  „Ég er á toppnum“ – „Ég er full/ur orku“ ..  (ef við erum það ekki).

Við segjum eitthvað einfaldara, eins og „mér líkar við mig“  „ég er að gera mitt besta“  „ég get það“ … og þannig förum við að hljóma eins og lest .. „I can do it“ ..“I can do it“ ..(sagði Brian Tracy) sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra „Ég get það“ „Ég get það“ ..   og svo „I like my self“  „I like my self“ .. „Mér líkar við mig“ .. „Mér líkar við mig“ …  og höldum þannig áfram  (hættum ekki þar til árangri er náð og þá hvað? .. Ég er komin/n á áfangastað! —

„Ég er „Happy“ .. „Ég elska mig“ .. „Ég er orkumikil/l“ .. „Ég er grönn/grannur“ .. o.s.frv. …

Á þessari vegferð hættum við að nota neikvæðar staðhæfingar í eigin garð.  Við tölum á jákvæðan máta við líkama okkar, við tölum heldur ekki neikvætt um matinn okkar, – við búum ekki til ógnir úr umhverfinu,  því allt sem við umgöngumst verður að vera umvafið elsku og umhyggju.

Það sem hér fer á undan er smá úr hugmyndafræðin námskeiðisins.  „Ég get það“ ..  sem hefur verið haldið tvisvar, og er nú í boði í 3. skiptið í Lausninni, sjá http://www.lausnin.is  og hefst mánudag 20. janúar nk. og verður í 9 skipti á mánudögum. –

Komdu með, – það batnar bara 🙂 ..

Á námskeiðinu hafa verið bæði karlar og konur og höfum við skemmt okkur stórvel, þó sumir hafi skolfið við og við að opna inn á tilfinningarnar og fara út fyrir þægindahringinn, en það eru skrefin sem þarf að taka til að lifa lífinu lifandi. –

Sjáðu nánar með að smella HÉR 

1605_L1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s