Fyrst er það fésbókarstatusinn frá 27. desember:
„Ég held að tilgangur lífs okkar sé til þess að útvíkka visku alheimsins, – hvert og eitt okkar hefur tilgang, þó við séum smá, alveg eins og hvert sandkorn hefur tilgang á ströndinni, en án sandkorna væri ekki ströndin. – Besta leiðin til að lifa lífinu er að lifa lífinu, þ.e.a.s. NJÓTA lífsins, allt frá hinu smáa til hins stóra samhengis. Njóta brosandi barna og hrjótandi karla. Nefni engin nöfn hér .. “
Það er ýmislegt sem ég tíni til af netinu, – Eftirfarandi fann ég án þess að finna höfundinn, og deili þessu hér með. –
Við erum öll mikilvæg og þú skiptir máli.
Tilfinningar þínar skipta máli.
Rödd þín skiptir máli.
Saga þín skiptir máli.
Líf þitt skiptir máli.
Alltaf.
Alltaf í lífinu. Líftogi.