2014 – ár einfaldleikans ..

Gleðilegt ár þú bjarta sannleiksbarn, – já svona er ávarpið 1. janúar 2014 og það er gott að hefja nýtt ár á björtum nótum. –

Ég hlustaði á „englaspákonuna“ Doreen Virtue í nótt fyrir svefninn, þar sem hún sagði lykilorð fyrir árið 2014 vera „Simplicity“  eða einfaldleika. –

Þegar við lifum í einfaldleika, þá erum við ekki að safna óþarfa, og þá erum við að losa okkur við óþarfa líka.  Bæði veraldlegan og andlegan óþarfa.

Óþarfa má skilgreina sem hluti sem halda aftur af okkur, – halda aftur af okkur að ná árangri, bæði í ytri og innri markmiðum. –

Hún lýsti þessu sem við værum komin í loftbelg, og markmiðið væri að svífa hátt, komast á hærra plan, en ef við værum með of mikinn farangur kæmumst við illa á loft og þyrftum því að henda úr körfunni til að lyftast og þess meira sem við losuðum okkur við því hærra myndum við svífa.-

Dásamleg líking og við könnumst flest við það að það eru hlutir sem eru að íþyngja okkur, – hlutir eða fólk, eða bara eigin hugsanir um hluti og fólk, er það ekki? –

Fókusinn í einaldleikanum er því á það sem skiptir máli og ÞÚ skiptir máli, – það er fyrst og fremst ÞÚ sem þarft að komast með í ferðalagið í loftbelgnum, – ekki skilja sjálfa/n þig eftir og horfa á eftir honum svífa í burtu.

Hvað íþyngir þér? – Hvað heldur aftur af þér? –  Það fyrsta sem kemur í hugann er yfirleitt það sem er rétt. –  Flest tölum við um að við séum sjálf okkar stærsta hindrun,  en það er ekki alveg nákvæmt, því það eru hugsanir okkar um ákveðna hluti eða fólk.   Það þarf því oft aðeins að létta á hugsunum okkar.

Við byrjum innan frá – þar byrjum við að létta okkur, – og losa við það sem er óþarfi, og þegar við höfum losað okkur við það  þá förum við að svífa og getum jafnvel flogið. –

Leyfum okkur að trúa þessu, – leyfum okkur að leika og syngja –  það er eins og að syngja „Mikið lifandis óskapar, skelfing er gaman að vera svolítið hífaður“ … án þess að þurfa að drekka einn einasta sopa.  Bara að hugsa þetta og syngja, gerir okkur hífuð á vímu lífsins. –  Það er líka bara svolítið fyndið, og þegar við brosum, svo ekki sé talað um að hlægja virkjum við gleðina hið innra. –

Ódýrt og einfalt. –

Ég óska þér réttlætis og friðar og góðrar ferðar á æðri víddir lífsins í þínum prívat loftbelg. –

Mætumst síðan í sjöunda himni!

Á ári einfaldleikans – 2014.

hot-air-balloon-22

Ein hugrenning um “2014 – ár einfaldleikans ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s