Vinátta

Vínátta er einn af mikilvægari þáttum mannlífsins. Það er gott að eiga góða og trausta vini og vinkonur, og vinátta getur verið af mörgum toga. –

Vinátta felst í svo mörgu eins og að:

  • hlægja saman
  • deila leyndarmálum
  • upplifa saman
  • gráta saman
  • o.fl. o.fl.

Hið ofangreinda gæti verið lýsing á vináttu í parasambandi. Stundum er makinn líka besti vinurinn eða vinkonan, – og þess vegna verður það þannig, hvort sem er við skilnað eða dauðsfall að við missum okkar besta vin eða bestu vinkonu. –

Gott er að hafa í huga fyrir fólk í samböndum að rækta vináttuna utan hjónabandsins/sambandsins líka, því að par getur einangrast í þessari vináttu og þá verður missirinn enn meiri ef að engir eða fáir vinir eru til að „grípa“  mann ef makinn fellur frá eða um skilnað er að ræða.

Að eiga sjálfa/n sig að vini eða vinkonu er þó  vináttan sem má aldrei þverra og  það versta hlýtur að vera að eiga ekki eigin vináttu.  Að vera sjálfri/sjálfum sér e.t.v. vond/ur.

Það er allt í lagi, við og við, að líta í eigin barm, eða jafnvel spegil og þakka sér fyrir eigin vináttu, – og kannski lofa enn betri vináttu inn í framtíðina.

hjarta

4 hugrenningar um “Vinátta

  1. Magnificent goods from you, man. I have understand your stuff previous
    to and you are just extremely wonderful. I really
    like what you have acquired here, really like what you
    are stating and the way in which you say it. You make it enjoyable
    and you still take care of to keep it sensible. I cant wait to
    read much more from you. This is actually a tremendous site.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s