Hvenær eiga „börnin“ að vakna sjálf?

Ég heyrði eftirfarandi frásögn á fundi hjá Lionskonum í Hveragerði í gær, – en þar var ég á opnum fundi þar sem ég var að halda fyrirlestur um meðvirkni.

Einn fundargestur talaði um vinkonu sem var að fara erlendis, en hún hringdi í aðra vinkonu til að biðja hana um að hringja til að vekja strákana sína meðan hún væri fjarverandi. –

Hvað voru svo strákarnir gamlir?  – Jú, 24 ára og 27 ára! ..

Hvenær á fólk að fara að taka ábyrgð á að vakna?

Annar fundargestur (sem er orðin amma og langamma í dag) sagði frá því að þau hefðu fengið „leiðinlega“ afmælisgjöf þegar þau voru tíu ára, en það hefði verið vekjaraklukka. –  Það var s.s. við tíu ára aldur sem börnin á þeim bæ fóru að vakna sjálf. –

Hversu lengi eiga foreldrar að bera ábyrgð á að „börnin“ þeirra vakni í skóla? – Til vinnu?  –

Það má eflaust telja það til þroskaþjófnaðar að vera enn að vekja fólk á þrítugsaldri, en hvar eru mörkin og er ekki hollt fyrir fólk t.d. í framhaldsskóla að fara að læra að vakna sjálft? –

Það er hluti af því að læra ábyrgð að fara að vakna sjálf við klukku. Það þýðir að mamma eða pabbi eru ekki ábyrg ef þú mætir of seint í skólann,  og ekki hægt að álása neinum um.  Það er líka ótrúlega lýjandi að vera „lifandi vekjaraklukka“  koma aftur og aftur inn í herbergi þar sem ýtt er á snús takkann. –

Unglingar verða að læra ábyrgð.  Læra að þeir eru í skóla fyrir sig, en ekki foreldra sína. –

Hvað er til ráða? –

Það er til ráða að setjast niður með unglingnum (tala nú ekki um fullorðnum „unglingum“) og játa það að þú sem foreldri hafir gengið of langt í að ræna hann ábyrgð, – og biðjast afsökunar. – Síðan færir þú honum valdið yfir klukkunni,  – hinni raunverulegu vekjaraklukku og þá um leið ábyrgðina á að vakna. –

Þetta er ein af lífsins lexíum. –

images

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s