Hvað hindrar hamingju þína?

Öll viljum við vera hamingjusöm, nema þeim sem líður best illa, en það er annar kafli. –

Ef við erum ekki hamingjusöm, er oft gott að spyrja sig: „Af hverju ekki?“ –  „Hvað hindrar hamingju mína?“

Við skoðum þá ytri hindranir, sem vissulega eru til staðar, það getur verið fólk, atburðir, samskipti o.fl. –   Og þá þurfum við að takast á við það eins og við tökumst á við storma í veðrinu. –  En stundum verða ytri hindranir okkar innri, þegar við veitum þeim of mikla athygli. –

Þið munið: „Það sem þú veitir athygli vex“ – það er engin lygi. –

Þó við spyrjum „af hverju“ er það einungis til að skilja af hverju við komumst ekki áfram, en ekki til að dvelja eða reisa okkur bústað í ástæðunni, eða ástandinu sem olli því.  Ekki tengja of fast við atburði eða hluti úr fortíð, því að það eru einmitt hindranir okkar. –

Þegar við lítum til baka og spyrjum „af hverju?“ er það ekki til að leita að sökudólgum, að finna einhvern til að kenna eða til að bera ábyrgð á líðan okkar í dag.   Við berum sjálf ábyrgð.  Rachel Woods skrifaði eftirfarandi grein:

„How to Stop Playing the Blame Game“

“Whenever something negative happens to you, there is a deep lesson concealed within it.” ~Eckhart Tolle

Þegar fólk kemur í viðtöl, kemur yfirleitt upp það sem ég kalla „The Blame Game“ – eða Ásökunarleikurinn.   Hverjum er um að kenna, virðist vera aðalmálið.

Samstarfsmanni, maka, hundi, tengdamömmu, nágranna sem býr sex húsum í burtu, fjölmiðlum, ríkisstjórn, móttökuritaranum á læknastofunni, eða konunni sem var að sauma fyrir þig kjólinn og mældi vitlaust bera ábyrgð á þínum vandamálum. – .

Ég lék líka þennan leik, segir Rachel Woods

Ég gekk út úr hjónabandi þar sem ég var mjög óhamngusöm og kenndi síðan honum um allt.  Fjármál mín, óhamingju mína, óstapila þyng, bilaða bílinn minn og jafnvel þegar ég leit illa út, – það var allt honum að kenna.

Það var svo þegar ég upplifði „aha“ stundina, þar sem ég sat og hugsaði um ásökunarleikinn og pældi í því að ef að leikir ættu að vera skemmtilegir, hvers vegna héldi þessi mér á svona slæmum stað í lífinu?“ –  Þá tók ég meðvitaða ákvörðun – alveg eins og þegar ég gekk út úr hjónabandinu – að ég ætlaði að skilja við þenna leik líka. –

Ég settist niður, dró andan djúpt, og hugsaði hvað ég hefði sjálf lagt af mörkum til að bæta í óhamingjuna hjá mér.  Um leið og ég áttaði mig á einni ástæðu, komu margar á eftir.

Á þeirri stundu, skildi ég að ég var algjörlega að horfa fram hjá þeim lærdómi lífsins – að þetta væri ekki einungis mínum fyrrverandi að kenna, en það væri mér að kenna líka.

Ég trúi að við séum hér til að læra og þroskast.  Þegar við höfum tileinkað okkur lærdóminn, getum við fært okkur áfram að þeim næsta.  Ef við, aftur á móti, föllum á þessu lífsprófi, erum við stöðugt að fá tækifæri til að læra þær aftur og aftur. –

Er það ekki skrítið að konan sem getur ekki slitið sig frá gamla óhamingjusama sambandinu án þess að hefja nýtt, er alltaf í óhamingjusömu sambandi?  Eða maðurinn sem hættir í vinnunni vegna óþolandi og vanþakkláts yfirmanns, fær nýtt starf með yfirmanni sem er jafnvel enn meira óþolandi og vanþakklátur?

Lífið færir okkur sama lærdóm þar til við höfum lært af honum.  Hér á eftir eru nokkrar aðferðir við að demba sér í að læra lexíurnar sem við höfum þrjóskast við að læra.

1. TRÚÐU AÐ ÞAÐ SÉ LEXÍA SEM ÞÚ ÞARFT AÐ LÆRA OG TAKTU ÞÁTT Í HENNI. 

Þetta er eitt af mikilvægari skrefunum. Án þess að vera tilbúin/n að læra, jafnvel þó það sé stundum óþægilegt, getur þú aldrei komist áfram. Samþykktu að virða fyrir þér ástandið sem eitthvað sem getur hjálpað þér að vaxa.

2. viðurkenndu að það gæti verið að þú hafir hjálpað til við að skapa vandamálið. 

Viðvörun: Þetta krefst þess að þú hættir nú þegar að leika ásökunarleikinn. Íhugaðu aðeins möguleikann á að þú gætir á einhvern hátt hafa átt þátt í að skapa aðstæður. Það þýðir ekki að aðrir hafi ekki át hlut að máli, það þýðir bara að þú áttir það, líka.

3. TAKTU ÞEIR TÍMA Í EINRÚMI OG FARÐU YFIR ÁSTANDIð .

Ég er viss um að þú hefur gert þetta nokkrum sinnum.En það er kominn tími til að gera það öðruvísi.  Reyndu að sjá ástandið frá öðru sjónarhorni.  Vertu hlutlaus og sjáðu það frá sjónarhorni einhvers annars. Er til önnur leið til að túlka það sem gerðist og hvernig fór?

Þetta krefst þess að þú verðir algjörlega heiðarleg/ur við sjálfa/n þig, val þitt og gjörðir. Ef þú ert tilbúin/n að skipta um sjónarhorn gætir þú lært nú þegar hvaða lærdóm þarf að læra og nákvæmlega hvernig þú átt að læra hann.

4. SLEPPTU TENGINGU ÞINNI VIÐ VANDAMÁLIÐ

Að reyna að stjórna vandamálinu – forstjóranum, makanum, aðstæðum þínum – laðar þig bara meira að vandamálinu. Þess meira sem þú tengir þig vandamálnu, tengir það sig til baka til þín.

Þú munt hvorki sjá lærdóminn né lausnina ef þú dvelur í öllum smáatriðum um hvað það er sem virðist vera að. Að sleppa tökum getur komið í mörgu formi, að sjá hið góða í þeim sem virðast erfið, að sætta sig við ástandið eins og það er, eða sjá hina hlið sögunnar.

Í hvert skipti sem við sleppum tökunum á því sem fór miður eða því sem hefði átt að gerast sköpum við möguleika á vexti – og við leggjum jarðveginn fyrir fleiri jákvæðar niðurstöður.

Uppáhaldsstig Rachel voru stig 3 og 4. Þegar hún endurskoðaði hjónaband sitt út frá sjónarhorni þriðja aðila, sá hún mjög skýrt hluti sem hún hefði getað gert betur. Eftir það, viðurkenndi hún hlutverkið sem hún lék, fyrirgaf sjálfri sér, og gat loksins haldið áfram.

Að hætta ásökunum – leyfði henni að sleppa tökum og halda áfram.

Að hætta ásökunarleiknum og læra lærdóma lífsins hefur orðið til þess að ég get verið í elskulegu, jafningjasambandi – og það sem er best í afslöppuðu samband. Það hefur líka hjálpað mér að byggja upp draumastarfið. Það hefur líka hjálpað mér að horfa á hverju hindrun og finna eitthvað jákvætt til að læra af henni.

Ef þú átt eitthvað ouppgert er eitthvað sem er ólært. Lærðu lexíuna og haltu svo áfram. Þannig eiga leikir að ganga fyrir sig.

Hér endar greinin. –

Það sem hindrar hamingju okkar og/eða bata, er að hvíla í ásökunum og taka ekki ábyrgð á eigin lífi. – Jú, það var slæmt einu sinni, en af hverju að draga það með sér áfram í framtíðina.  Guðni Yoga-gúru talar um að það sé eins og að vera með kúk í bandi. –  VIð erum að dröslast með fyrri lífsreynslu með okkur. –

Fyrirgefning – það að sleppa tökum, ef besta gjöf sem hægt er að gefa sjálfum sér. Líka fyrirgefa sjálfum sér. –

Náin tilfinningasambönd eru flókin, þar fléttast inn alls konar vanmáttur – óöryggi – o.fl.  konan fer að upphefja sig á kostnað mannsins eða öfugt, – fyrst í léttum dúr, en svo er „húmorinn“ orðinn svartur, a.m.k. fyrir þann sem lendir í honum. –  Sá sem húmornum beitir áttar sig kannski ekki á að hann er farinn að særa maka sinn.   Makinn þarf þá að læra að setja mörk og segja nei takk. –

Verum fullorðin og tökum ábyrgð. –

Batinn verður ekki fyrr en við hættum í ásökunarleiknum. – Ásökunin er eins og slangan á reitnum í slönguspilinu,  hún færir okkur niður á við og jafnvel á byrjunarreit.

479969_212909205514142_2108425776_n

 

Ein hugrenning um “Hvað hindrar hamingju þína?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s