R E S P E C T …. NÁMSKEIÐ FYRIR UNGT FÓLK SEM VILL NÁ ÁRANGRI

 

R E S P E C T  – er heiti á námskeiði fyrir ungmenni á Vesturlandi, 16 – 20 ára.

Respect þýðir virðing – og í þessu tengist það m.a. sjálfsvirðingu, sjálfstrausti og sjálfsumhyggju. –  Mikilvægi þess að virða tilfinningar sínar og átta sig á því að þegar þú ert komin/n á vissan aldur ferðu að vera leikstjóri í eigin lífi.  Þú átt rétt á ýmsu, en berð líka ábyrgð. – Ekki hægt að hafa bara annað hvort.

Þátttakendur fá að læra um innra verðmætamat, mikilvægi þess að velja sér jákvæða andlega næringu, setja sér markmið,  skoða innri og ytri hindranir,  læra tjáningu og framkomu,  æfa spuna,  kynnast hugleiðslu og aðferðum til að losa um kvíða, læra formúluna fyrir hamingjunni o.fl.

Markmið:  Að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu,  opna fyrir tjáningu og eiga auðveldara með samskipti.  Öruggari skólaganga og betri árangur.  Jákvæðari einstaklingar.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi, Bjarnarbraut 8.

Hópur 16 – 18 ára   þriðjudaga kl. 18:00 – 19:50

20. 27. maí og 3. júní og 10. júní  (ath! breyttar dagsetningar) 

Námskeiðið er 4 skipti 

(innifalin námskeiðsgögn, vinnubók,  pappír, dagbækur o.fl. )

Leiðbeinandi er  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur, ráðgjafi, fv. aðstoðarskólastjóri og nú framkvæmdastjóri Lausnin Vesturland, en hún hefur m.a. kennt félagsfræði og áfanga í tjáningu  í framhaldsskóla og hefur víðtæka reynslu af kennslu- ráðgjafar- og uppbyggingarstarfi með nemendum.

Verð pr. þátttakanda er 12.000.-   (lágmarksfjöldi í hópi er 10 manns). 

Greiðsla er framkvæmd með að leggja inn á reikning Lausnarinnar  0327-13- 110227  kt. 0327-26-9579 Kennitala: 610311-0910.

Greiðsla þarf að berast fyrir 3. maí nk.  eða 10 dögum áður en námskeið hefst,  Og tryggir greiðsla sæti á námskeiðinu,  en að sjálfsögðu verður tilkynnt ef/þegar námskeið er fullt, en hámarksfjöldi er 18 manns.

Tölvupóstur sendur á johanna@lausnin   (upplýsingar einnig í síma 8956119)
(Einnig hægt að panta einkaráðgjöf í sama netfangi og síma)

coexist_with_respect_bumper_sticker-p128636613026383655en8ys_400

Kíkið endilega á þetta – ég hefði sjálf viljað fá svona þjálfun þegar ég var yngri, þá hefði ég kannski farið öruggari inn í lífið.  – Jákvæðni – hugrekki – styrkur – kærleikur – heiðarleiki – kurteisi – og margt meira í pakka.

Skráning:  johanna@lausnin.is  (takið fram aldur þáttanda)

Umsagnir fv. nemenda:

“Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gékk í Manntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og indæla konu eins og hana.”   Jökull Torfason

“Það er varla hægt að fara í skemmtilegra fag. Í tjáningu lærir maður að styrkja sjálfan sig og fara út fyrir þæginda ramman. Það gerir manni auðvitað ekkert nema gott. Við fórum í alls konar uppbyggilega leiki og það var mikið hlegið. Þetta byggði líka upp skemmtilegan anda og samstöðu. Í þessum góða hópi gafst manni tækifæri á að vera maður sjálfur og jafnvel sagt frá bestu og jafnvel verstu upplifunum í lífi okkar, stundum láku tár við bæði tilefnin. Margir sýndu ótrúlegan styrk og framför. Þessir tímar munu aldrei líða mér úr minni. Ekki bara það sem hafði áhrif á mann, líka það sem maður lærði og tók með sér út í lífið.“

Takk fyrir mig:)
Ragnhildur Sigurjónsdóttir Vatnsdal

“Jóhönnu kynntist ég fyrir tæpum 10 árum þegar að hún réð sig til starfa sem aðstoðar-skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar þar sem að ég var nemandi og hef ég haldið við hana vináttu alla tíð síðan. Jóhanna náði mjög vel til nemenda skólans enda fædd leiðtogi og predikari. Hún vann hug og hjörtu okkar nemendana með hjartahlýju sinni og manngæsku, sama hvert vandamálið var hennar dyr stóðu ávallt opnar og hún ætíð reiðubúin að styðja og gefa góð ráð. 

Jóhönnu hef ég litið mjög upp til í gegnum árin og hefur hún reynst mér frábær fyrirmynd. Hún hefur einstaka sýn á lífið og fyllir þá sem hana umgangast af óbilandi trú á lífið og kraft kærleikans. Jóhanna er haldin ólæknandi jákvæðni sem er bráðsmitandi.

Hver sá sem hlustar á erindi hennar eða les pistla hennar á netinu kemst að því að hér er á ferð náttúrlega fæddur predikari sem minnir á Louise Hay og Dale Carnegie. Boðskapur hennar er mannbætandi og á erindi við alla. Jóhanna er líka ein af þeim manneskjum sem að iðkar það sem að hún boðar, hún er sjálf gangandi dæmisaga sem hægt er að tengja við. Hún setur sig ekki á háan hest heldur í spor annara, þau eru mörg þung sporin sem hún hefur sjálf þurft að stíga á ævinni og erfiðleika lífsins þekkir hún af eigin raun. Hún hefur unnið úr raunum lífsins með sínum einstaka lífskrafti og verið öðrum fyrirmynd og innblástur á sínum erfiðustu tímum.

Nýjir tímar kalla á nýjar áherslur í nálgun á fólki og fordómaleysi í fjölmenningarsamfélaginu Íslandi.”

Virðingarfyllst Hákon Guðröðarson

 

ATH!  Kynningarfundur fyrir foreldra og/eða þátttakendur verður haldinn í húsnæði Símenntunar 22. apríl nk.  kl. 17:00 – 18:00  og þar verður jafnframt hægt að skrá sig á námskeið. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s