Til að breyta frá ósiðum í siði, þarf endurtekningu ..

Eftirfarandi pistill er upphaflega skrifaður í október 2011, en er hér endurbirtur.

Ég blogga óvenju mikið út frá námskeiðunum mínum „Í kjörþyngd með meðvitund og kærleika“ þessa dagana, – þar sem endurtekninga er þörf þegar verið er að breyta „ósiðum“ í siði.

Í raun er um endurforritun að ræða – endurforritun þar sem við lærum jákvætt sjálfstal og uppbyggilega hegðun og ávana í stað niðurbrjótandi sjálfstals og niðurbrjótandi hegðunar og ávana.

Ef við erum þannig stödd að við skorum lágt á lífshamingjuskalanum, þurfum við að skoða orsakir. Yfirleitt eru orsakirnar þær að við erum að bregðast við lífinu með lærðum viðbrögðum úr fortíðinni. Við höfum komið okkur upp ávana sem er okkur óhagstæður í mörgum tilfellum.  Þessi viðbrögð eru lærð allt frá bernsku og því þarf oft að rekja mikið upp.

Einn af þessum ávana tengist því hvernig við umgöngumst mat. Einn af ávananum er að vera í megrun.  „Diet“ á ensku.

Megrunariðnaðinum hefur vaxið fiskur um hrygg – stækkar og stækkar og hvað er að gerast? Fólkið fitnar og fitnar! ..

Þegar ég var stelpa borðaði ég soðinn fisk, kjöt, kartöflur, nautahakk, skyr o.s.frv. gosdrykkir voru algjör undantekning og allt sem hét sælgæti og snakk.  Nú hefur úrvalið stóraukist, miklu meira er um óhollan skyndibita, og of mikið er af afþreyingu sem stelur meðvitund okkar. Þegar við erum „meðvitundarlaus“ þá eigum við á hættu að innbyrða meira af ruslfæði. Borða án þess að finna bragð.

Megrun leiðir til sjálfshaturs og sjálfsásökunar. Við eigum ekki að þurfa að hata okkur til að elska okkur.

Þegar við skoðum orsakir offitu þá er gott að skoða hvaða vana við höfum tileinkað okkur, hvaða það er í vana okkar sem veldur því að við borðum þó við séum ekki svöng,  borðum það sem er líkama okkar vont og leiðir jafnvel til gigtar eða sykursýki, sem eru algengir fylgikvillar offitu.

Höfum í huga að við erum líkami, sál og hugur, – líkaminn hefur áhrif á hugann og öfugt.

Forsendan fyrir því að við viljum vera í kjörþyngd þarf að vera rétt.  Forsendan þarf fyrst og fremst að vera að við viljum betri heilsu. Að við viljum elska okkur til betri helsu.

Vani verður til með endurtekningu, æfingin skapar meistarann.  Það tekur tíma að búa til nýjan sið, nýjan vana, en er það ekki þess virði ef að sá vani verðu til þess að við náum betri heilsu?

Aðal vandamálið við vigtina er ekki bara um matinn. Trú okkar á lífið og virði þess að lifa lífinu lifandi birtast í umgengni við mat. Svo ef við erum að borða þegar við erum ekki svöng, eða leiðist, erum við í raun og veru flýja lífið, flýja tilfinningarnar.  Við gætum verið að segja: „Æ, þetta blessað líf, það er hvort sem er ekkert varið í það, svo ég ætla bara að fá mér mér mat hér og nú“..  Þetta þýðir að við höfum að hluta til gefist upp á lífinu, eða gefist upp á hluta af okkur sjálfum.

Umgengni okkar við mat er eins og umgengni okkar við lífið sjálft. – Þegar við förum að elska okkur, virða og samþykkja, hættum við að hata okkur, óvirða, dæma, afneita – og bíta okkur (samviskubitið). Hættum að vinna hryðjuverk á eigin líkama og sál.

Leikum, hlæjum, dönsum og lifum af heilu hjarta og leyfum okkur að fylgja þessu hjarta þá kviknar lífsneistinn, – eldmóðurinn til að langa til að lifa lífinu lifandi! Horfðu á þessa fallegu veru í speglinum og elskaðu hana frá toppi til táar. Þessi vera ert þú, vertu þér nær – vera. Þitt eigið faðmlag er besta faðmlagið, faðmaðu þig sem barn og faðmaðu þig sem fullorðna manneskju, – því þú átt það skilið!

Þetta sem hér er skrifað og meira, er upprunnið að mestu í hugmyndafræði Geneen Roth, sem kynnir dyrnar út úr megrun, – þær felast fyrst og fremst í því að fara að stunda jákvætt sjálfstal, og að lifa með meðvitund og fara að hlusta á líkama sinn. Þegar við hlustum á líkamann og virðum, þá heyrum við að hann hvíslar: „gefðu mér það að borða sem gerir mig heilbrigðan – þá get ég borið þig í gegnum allt lífið,  frá fyrstu skrefum til þeirra hinstu – ekki gefa mér það sem gerir mig veikan eða mér líður illa af.“ 

We are what we repeatedly do. Excellence, then, is not an act, but a habit. (Aristotle)

Markmiðið með breyttum sið, nýrri leið er: sjálfstyrking, sjálfsþekking, heiðarleiki, lífsgleði, heilbrigði, KÆRLEIKUR!

og þannig

LIFUM við HEIL  

doorway-1.jpg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s