GLEÐILEGT SUMAR Í SÁLINA ….

Jákvæðir einstaklingar hugsa í lausnum, en neikvæðir í hindrunum. – Jákvæðir einstaklingar stilla fókus á lausnir, en neikvæðir á vandamál. –

Flest viljum við telja okkur jákvæðar manneskjur, – þó einstaka viðurkenni neikvæðni sína. –

Þegar við póstum á fésbókina hvað allt er ömurlegt, við séum lasin, óheppin, stödd í landi ómöguleikans eða hvað það nú er, erum við að viðhalda og vekja athygli á vandamálinu. –

Viljum við það?

Erum við að fóðra eymdina eða erum við að fóðra gleðina? – Neikvæðnina eða jákvæðnina? –

Það sem við fóðrum meira nærist betur og vex betur.

Það er gott að sjá fyrir sér, sjálfa/n sig sem perlu.  Perlan er „bústaðurinn“ okkar,  næstum eins og móðurlíf – þar sem við upplifum okkur örugg, södd af andlegri og líkamlegri vellíðan, fljótum um í friði og spekt. –

Í hvert skipti sem við upplifum reiði, gremju, vanlíðan – þá hugsum við til perlunnar okkar, – tengjumst uppruna okkar og uppsprettu í gegnum naflastreng til móðurlífsisins – perlunnar. –

Perlan er okkar „Náttúrulega“ vellíðunarástand, og við vitum að við erum farin frá því þegar áðurnefndar tilfinningar fara að verða yfirþyrmandi.

Við höfum þá val, að snúa „heim“ í perluna okkar, og lifa lífinu þaðan, úr hennar skjóli. –

Næst þegar þú lendir í rifrildi, átökum – eða einhver segir eitthvað særandi við þig, – eða bara þú upplifir vanlíðan, – taktu þér þá tíma, andaðu djúpt og hugsaðu heim í perluna  Leystu síðan vandann út frá þeirri staðsetningu. –   Þú safnar þér saman, – ert ekki tætt/ur þegar þú tekst á við verkefnin. –

Það er gott að vera vakandi fyrir sjálfum/sjálfri sér og líðan sinni, vakandi yfir viðhorfum sínum og stefnu, – hvert við erum að horfa.

Göngum ekki álút og þyljum möntruna um neikvæða „ástandið“ – þannig að VIÐ VERÐUM hluti þessa neikvæða ástands og berum vandamál heimsins á herðunum. –   Rísum upp og ræðum um lífið og draumana – og VERÐUM draumarnir og verðum hluti lausnarinnar. –

Sumarið færir okkur birtu og sól, – ef við hugsum sumar, ef við hugsum sól, þó birtir til í sálinn okkar.

Hugsunin okkar er svo mögnuð, – jákvæðni laðar að sér jákvæðni, -og ef við erum umkringd neikvæðu fólki er kannski kominn tími til að líta í eigin barm og endurskoða hugsanir okkar. –

Verum breytingin sem við viljum sjá hjá öðrum, verum breytingin sem við viljum sjá í heiminum.

Verum hið gleðilega sumar, og þannig með gleðilegt sumar í sálinni, með sól í hjarta og sinni. –

Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, – sól bara sól.  🙂

GLEÐILEGT SUMAR …. 

Meðfylgjandi mynd er í boði Kára bróðursonar míns sem tók upp á því að fótósjoppa frænku sína inn í baldursbrá, eftir að ég birti ljóð sem hét „Brosandi baldursbrár“ … 🙂   …en það varð til uppúr „peppsamtali“ við þáverandi nemendur sem áttu erfitt með að vakna á dimmum vetrarmorgnum ….

Á morgnana þegar ég vakna
sé ég fyrir mér brosandi baldursbrár  ..
þær vaxa upp úr næringarríkum jarðvegi
og sólin brosir á móti þeim.
Gleðin berst í brjósti mér
og ég þakka fyrir að fá að vakna
svona svakalega ástfangin ….
af þér …. þú veist 

Tökum fagnandi á móti ástinni, sólinni, sumrinu – gleðinni – og leyfum okkur að eiga dásamlegar væntingar – það er svo góð tilfinning sem vaknar í kroppnum við það! ..

Njótum þess  – NÚNA – því núið er allt sem er ..

Smellið fyrir Betra líf

brosandi baldursbrá

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s