Langar þig í samband? …..

Fyrirsögnin gæti verið villandi, því þegar við tölum um að fara í samband, tölum við venjulega um að fara í samband við annan aðila. –  Hér er ég að ræða um mikilvægi þess að vera í sambandi við sjálfa/n sig.

Þegar við förum í samband, eigum við á hættu að skilja við okkur sjálf.

Ástæðan: okkur langar að gera hina manneskjuna hamingjusama, og skiljum okkur sjálf þá eftir. –

Ef svo kemur til skilnaðar síðar meir, við þessa manneskju, stöndum við eftir með mikla tómleikatilfinningu, – þessi sem lífið snérist um er ekki lengur til staðar, til að snúast um, hvað þá? –

Er allt búið, eða er málið að fara að taka upp sambandið við sjálfan sig að nýju? –

Markmið námskeiðanna „Sátt eftir skilnað“ – hefur verið það að taka fókusinn af fyrrverandi, og komast í nánari tengingu við sjálfa/n sig – vissulega að átta sig á hvað gerðist og að fara í gegnum tilfinningarnar við skilnaðinn, tilfinningar eins og höfnun, reiði, gremju, angist, depurð, einmanaleika o.fl. –

En það kemur að þeim tímapunkti að við þurfum að sleppa, og halda áfram, – og það er best gert með því að styrkja sambandið við sjálfa/n sig. – 

 

 

man-breathing-fresh-air

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s