Ósk mömmu….

Ég vakna með orð í kollinum, hugsanir sem þurfa að komast á blað, eða í blogg.

Stundum les ég „montstatusa“ svokallaða, á facebook, þar sem mæður eru að segja frá dugnaði barna sinna og afrekum, og það er vel.  Það hefur hver sinn háttinn á.  Það er alltaf gott að heyra af góðum árangri! ..

Það er aftur á móti ekki mikið um „vonbrigðastatusa“  þar sem mæður segja frá falli í prófi eða einhverju öðrum þar sem afkomandinn er ekki alveg að standa sig eftir væntingum.

En hvers væntir móðir af barni sínu?

Líklegast er það það innst inni það sama og móðir min óskaði sér á hverju ári, þegar við spurðum hvers hún óskaði sér í afmælisgjöf; „Ég óska mér að ég eigi góð börn, það er eina sem ég vil“ …

Okkur systkinunum fannst þetta frekar pirrandi svar, því þá þurftum við að finna upp á einhverju veraldlegu sjálf, en mamma var ekkja frá fjörutíuogtveggja ára aldri.  Fimm börn eignuðust þau pabbi á tímabilinu 1956 – 1968, eða á 12 ára tímabili, svo það þykir mikið á nútíma mælikvarða.

Það hefur ræst ágætlega úr börnunum þeirra pabba og mömmu. Við höfum öll náð að mennta okkur og takast á við áskoranir lífsins, sem hafa margar hverjar reynst erfiðar.

En hefur ósk mömmu ræst? Það flokkast undir sjálfshól að kalla sjálfa sig góða, en ég get sagt það einlæglega að ég er öll af vilja gerð að læra að vera góð.  Börnin mín segja stundum að stærstu mistök mín í uppeldinu hafi verið að ég væri „of góð“ (lesist meðvirk).  En það sem ég get sagt án þess að blikna er að ég á einstaklega góð systkini og okkur þykir óendanlega vænt um hvort annað. Þegar bjátar á þá þéttum við raðirnar, og eftir að hafa unnið sjálf með fólki og rætt samskipti í fjölskyldum, sé ég að ósk mömmu er uppfyllt, enda síendurtekin og viðvarandi.

Það hlýtur að vera ósk okkar allra að vera góð og að öll börn heimsins séu góð. Taki ekki þátt í einelti, séu vakandi, hugsandi og laus við fordóma. Hvað er þá að vera góð?  Það hlýtur þá að vera kærleiksrík, þó stundum gruni mig að mamma hafi nú bara verið að óska sér þess að það væri ekki alltof mikill hávaði og læti í börnunum fimm, enda sagði hún oft:

„Elskiði friðinn og strjúkiði kviðinn“…

En s.s. orðin sem komu í huga mér þegar ég vaknaði í morgun voru þessi;

„Góð börn“ ….

❤ 227909_10150172785555382_4425089_n

 

 

 

Ein hugrenning um “Ósk mömmu….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s