„Hættu!“……

Í aðstoðarskólastjóratíð minni var ég vön að vera með raðir nemenda sem komu og fengu „pepp“ inni á skrifstofu.  Á borðinu var kassi með tissjú, og það var mikið grátið. Stundum var fólk rétt sest niður og þá fóru tárin að streyma.

Ástæður voru allt frá því að vera í djúpri persónulegri sorg eða missi, upp í kvart yfir að fá ekki að nota tölvu, eða annað.   Ekkert var mér óviðkomandi, enda fékk ég á lokaári þann yndislega titil „Sál skólans.“ –

En sál skólans var stundum meðvirk og stundum ekki. –  Sem betur fer kunni ég oftast mörkin,  þ.e.a.s. hvart ég átti að finna til með og hvar ég þurfti að stoppa nemendur í píslargöngu og sjálfsvorkunn. –  Já, stundum var það nú bara svoleiðis.

Einhver sat kannski fyrir framan mig og taldi upp alla og allt sem hindraði hann, þessi er ómögulegur, kennarinn ekki nógu góður, foreldrarnir leiðinlegir,  bókin ómöguleg….. hundurinn át bókina næstum afsakanir. –

Einum sagði ég að hætta í skólanum og finna hamingjuna, – þessi aðili blómstrar í sínu í dag!

Öðrum sagði ég að „sparka í rassinn á sjálfum sér“ …  (það gerði ég afar sjaldan) – en þegar búið er að beita öllu peppi heimsins, og menn eru enn í volæði,  þá er það „up to them“ eins og maður segir. –  Það er vissulega ekki sama hver segir manni að sparka í rassinn á sjálfum sér, eða hvernig það er gert.  Við vitum að viðmót og forsendur skipta meiru máli en orðin. –  Þegar ég talaði við þennan nemanda, vissi hann að ég var að tala út frá forsendum kærleikans, út frá því að mér þótti vænt um hann. –  Hann kom líka daginn eftir, og þakkaði mér fyrir – og sagði að þetta væri líklega það besta sem ég hefði sagt við hann,  en þessi aðili lauk sínu stúdentsprófi með stæl.

Í fullri einlægni og af heilu hjarta segi ég líka við þig:

Hættu! ..

Hættu að:

  • rífa þig niður   (það gagnast hvorki sjálfum þér né öðrum)
  • segja þér að þú sért einskis virði  (allar manneskjur eru verðmætar, skilyrðislaust)
  • kenna öðrum um aðstæður þínar  (hættu reyndar að kenna nokkrum um, eða leita að sökudólgum, það er hægt að skilja aðstæður og skoða, en ekki dvelja í þeim eða að tengjast þeim því þá er hætta á að við festumst í þeim aftur)
  • velta þér upp úr fortíðinni sem þú getur hvort sem er ekki breytt
  • að ganga á samviskubiti eða sektarkennd (eftir nógu marga samviskubita ertu horfin/n)   Viðurkenndu mistök þín (ef þau eru fyrir hendi) segðu fyrirgefðu við þig og þann eða þá sem sektarkenndin beinist að,  það er þeirra að vinna úr því, og stóra málið FYRIRGEFÐU sjálfum þér,  lífið mun alltaf ganga skrykkjótt ef þú getur ekki fyrirgefið.
  • hanga á einhverju sem heldur aftur af gleði þinni og velferð,  hvort sem það er fólk eða aðstæður.   SLEPPTU
  • að vera upptekin af því hvað hinir eru að hugsa um þig, – flest fólk er mest að hugsa um sig sjálft, og ef það hefur skoðun á þér, er það yfirleitt vegan þess að það er að upphefja sig sem betri manneskju,  „Gvöð hvað ég er fegin að „ÉG“ er ekki svona.  Konan með feita rassinn leitar að annarri konu með feitari rass til að hneykslast á.
  • að bisast með fullkomnunarskjöldinn (hann er 20 tonn (skv. Brene Brown).
  • að bera þig saman við annað fólk,  gerðu ÞITT besta, ekki annarra besta
  • að láta annað fólk stjórna þér, eða gefa þeim vald yfir lífi þínu
  • að lifa í höfðinu á öðru fólki, eða leyfa því að lifa í þínu höfði, – það lifir hver í sínu!
  • ….

Gamla forritið er sterkt,  og kannski fullt af vírusum, en nú reynir á að vera sterkari,  setja afruglarann  á, eða bara hætta að nota forrit sem er skaðlegt og hlaða inn nýju og aðgreina þig frá aðstæðum sem segja þér hver þú átt að vera og hvað þú átt að gera. –

VERTU ÞÚ … HÆTTU AÐ VERA OG GERA ÞAÐ SEM AÐRIR SEGJA ÞÉR …

Taktu í hönd barnsins – stelpunnar/stráksins – sem týndist þarna einhvers staðar á leiðinni,  og leiddu út úr aðstæðum sem skaða.  Aðstæðum sem segja að hann/hún sé ekki nógu góð/ur, verðmæt/ur, eigi ekki gott skilið … o.s.frv.

HÆTTU að meiða strákinn – HÆTTU að meiða stelpuna og veldu það besta eins og þú værir að ala upp þitt eigið barn.  Ekki fara í meðvirkni með sjálfum þér.  Ekki ala á eigin ósiðum,  ekki stela frá þér þroska og mikilvægast.

Ekki ræna þig gleðinni! ..

HÆTTU!

Komdu með í þetta dásamlega ferðalag lífsins, – líf sem er GLEÐIGANGA, og í gleðigönguna tökum við ekki með okkur þúsund tonn af drasli í bakpokann, því þá komumst við ekki neitt. –  Það þarf því að losa og sleppa eins og vitleysingur 🙂 ..

Mæli með að hlaupa um allt með börnunum og syngja „Letting Go“ eins og í Frozen! ..

Finna í því gleðina,  fyrirgefninguna og finna í því sjálfan sig og reisa síðan, ekki endilega íshöll, en okkar persónulegu höll.

Gleðigangan er öllum opin, – hún er valkostur.

Eymdargangan er það líka (ojbara)…

Ef þú ert að lesa þetta,  þá hefur þú val.

Já, ekki byrja með afsakanir,  að umhverfið sé ekki hliðhollt, eða um einhverjar hindranir,  þær eru flestar í kollinum á okkur.  Hentu þeim út, og ef þær vilja koma inn aftur þá ullaðu á þær, og segðu „I have the Power“ ..!!!! ..

Við missum, við söknum, við gerum mistök, við glímum við ótrúlegar hindranir,  en sumar/flestar eru heimatilbúnar.

Upp, upp mín sál og allt mitt geð – og komdu með!

Að elska sig er að taka ábyrgð á lífi sínu, – lífi sem okkur er falið, lífi sem er gjöfin okkar, – ekki hafna gjöfinni, ekki hafna lífinu, ekki hafna þér.

Samþykktu þig – og sæstu við þig,  NÚNA – þú ert þess virði …

Lífið á að vera þér gott,  vertu góð/ur við þig … og við lífið.

Segðu já takk við gleðinni og gleðin segir já takk við þig!

1185163_682942221733055_344520046_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s