Fræðslukvöld á Frammó, – eitthvað fyrir þig? –
NÆSTA KVÖLD ER fimmtudagur 16. október og hefst kl. 18:00 og endar klukkan 22:00
Þar sem ég hef góða reynslu af borðsamfélagi, ætla ég að bjóða upp á óhefðbundið námskeið/fyrirlestur, heima á Framnesvegi í „húsi andanna“….
Námskeiðið er eitt kvöld, þar sem farið verður í þau atriði sem fylgja því að lifa af heilu hjarta, bæði í orði og að borði, andlega sem líkamlega.
„Af heilu hjarta“ er yfirskriftin, en hún er fengin frá Brené Brown, sem hefur kynnt sér eiginleika þeirra sem hún kallar „The whole hearted people“…
Dagskrá:
18:00 mæting, þátttakendur og leiðbeinandi kynna sig.
19:00. Borðsamfélag í nautn og núvitund (hollt, gott og grænt í matinn).
20:00 Fyrirlestur „Af heilu hjarta“ .. hugmyndir Brené Brown
20:30 Umræður
21:30. Þátttakendur draga englaspil og fá heimfararlestur.
22:00 Lokið
Staður: Framnesvegur 19, 101 Reykjavík
Fjöldi þátttakenda hámark 7 þátttakendur auk leiðbeinanda.
Leiðbeinandi: ykkar einlæg: Jóhanna Magnúsdóttir
Verð: 9.500.- á mann/konu
Innifalið er:
Hugleiðslu/hugvekjudiskurinn Ró og örlítið „surprise“ í poka.
Heilnæmur kvöldverður, kaffi og te.
Þetta kvöld er hægt að panta – fyrir hópa eða vinir/vinkonur taka sig saman, svo er bara gaman að koma ein/n – það er ekkert að óttast! 🙂
Pantað með því að senda póst á valkostur@gmail.com
eða hringja í síma 8956119 og við komumst að samkomulagi 🙂
Ertu með? ..
(ekki verður notast við nein vímuefni nema gleðina)
Mig langar að prófa en er bara þetta eina kvöld ?
Sæl Súsanna, – ég er bara búin að auglýsa 8. ágúst, ætla að sjá móttökur og auglýsi aftur ef næg þátttaka fæst.