Ef þú vilt að barnið þitt verði fórnarlamb – vertu fórnarlamb ….

Það er mikið um það rætt hvort að óhætt sé að elska sig  – og langþekktasta líkingin er um að þessi sjálfselska sé á þeim nótum að setja súrefnisgrímuna á sig fyrst áður en barn er aðstoðað.

En það má líka skoða þetta út frá þeim sem eru að gagnrýna einhvern fyrir að vera sjálfselskandi, – eru þeir ekki bara að segja; „Þú átt að elska þig minna og mig meira?“ –

Í dag vitum við flest um hvað er rætt þegar talað er um sjálfsást, sjálfsumhyggju og s.frv. – það er ekki verið að tala um að taka ekki tillit til annarra, heldur bara að taka líka tillit til okkar sjálfra og sinna okkur.

Það er mjög algengt að fóllk setur sig langaftast í röðina og finnst því margt bjóðandi sem það myndi aldrei bjóða náunga sínum uppá. – Það vantar sjálfsást.   Auðvitað er til fólk sem treður sér fremst og traðkar á annarra tám. –  Ég held að það sé reyndar miklu frekar hægt að greina það sem sjálfhverfu eða siðblindu.  Þú sérð engan nama sjálfan þig og hinir skipta ekki máli.   Þarna erum við enn og aftur komin inn á gullna meðalveginn, þ.e.a.s. allt þarf að vera í jafnvægi í þessum heimi.
Þegar móðir „fórnar sér“ fyrir börnin sín (með fórnarlambsviðhorfi), – er hún oft að kenna ranga hluti, og það gerir hana e.t.v. fulla gremju, sérstaklega þegar hún fær ekki þakklæti til baka. Þá upplifir hún sig fórnarlamb, – og þá hætta börnin (sem hún fórnaði sér fyrir) að líta upp til hennar  . – Það sama gildir í parasamskiptum. Annar makinn „fórnar sér“ eða sínum plönum fyrir hinn, – svo að hinn geti blómstrað, – klárað nám, unnið meira o.s.frv. – ef það er gert á forsendum fórnar – þá er líka hætta á að við séum komin með eitt stykki  fórnarlamb, – og makinn sem blómstraði fer í burtu frá fórnarlambinu, og það situr eftir með sárt ennið og segir: „Og ég sem fórnaði x mörgum árum fyrir þig og blah, blah.. “ – Það þurfa ALLIR að blómstra, og til þess þarf að næra sig, og bera ábyrgð á sínu blómi, = Elska sig.
Að vera góð fyrirmynd er besta uppeldið. Hvernig viltu að barnið þitt verði? – Vertu þannig?
Ef barnið á að standa sig í iþróttum, hreyfðu þig. Ef barnið er of mikið í tölvunni, ekki vera of mikið í tölvunni. Ef þú vilt að barnið þitt verði hamingjusamt, – vertu hamingjusöm/samur.

Ef þú vilt að barnið þitt verði fórnarlamb, vertu fórnarlamb. –

Við þurfum að iðka það sem við kennum. – „Practice what you preach“ ..

Orð og gjörðir verða að haldast í hendur,  því annars er ekkert að marka okkur.   Við verðum að standa við orð okkar, og vera og gera það sem við segjum að sé rétt.

Stundum eru orðin tóm, –  ef þeim fylgir ekki sannfæring og heiðarleiki.

Við fórnum engum árum, þegar við ölum upp börnin – við fórnum engum árum í sambandi, – ekki nema að við lítum á það sem við gerum sem fórn. –

Gerum það sem við gerum út frá réttum forsendum, vegna þess að það er okkar val. Ef einhver kann ekki að meta það sem við gerum, eða við fáum ekki þakklæti,  þá skiptir það minna máli ef við erum að gera það, ekki til að fá þakkir eða viðurkenningu, heldur vegna þess að þetta er það sem við viljum einlæglega gera. –

Það er gott að sjá ekki eftir neinu, –  því það er vont að lifa lífi í eftirsjá. Það er háttur þeirra sem hugsa;  „Og ég sem fórnaði ……..“ –

Hugsum bara að allt sé eins og það á að vera, – við erum komin á þennan reit í Lúdóspilinu og við erum ekki að pæla hvað gerðist þarna eða á hinum staðnum.  Jú, kannski til að gera ekki það sem olli okkur vanlíðan aftur, – tili að læra af því, en ekki til að væla yfir því. –

Það er svo gott að rísa yfir þessa „aumingja ég“ hugsun, – og „ef bara“ .. það er nú eitt af því sem ég lærði hjá móður minni, –  „það þýðir ekkert að segja ef“ .. og ég veiit það kom vegna þess að pabbi, – maðurinn hennar drukknaði í sjónum og ef ……

Mamma mín gerði alls konar gloríur, en ég man ekki að hún hafi einu sinni sagst hafa fórnað einu né neinu fyrir okkur börnin sín fimm. –  Þó mörgum hafi fundist hún gera það.

Ég upplifði hana sem hetju en ekki fórnarlamb. –  Það er líka hetjudáð að standa í fæturnar við svoleiðis aðstæður, og halda áfram rútínu.  Halda áfram að hafa matinn klukkan sjö, halda páska, halda jól,  halda heimili fyrir fimm ærslafulla krakka,  og reglusamt heimili.

Þegar ég varð mamma og bað hana að passa meðan ég fór til útlanda, fann ég að hún gerði það ekki af fórnfýsi heldur með gleði. –  Sérstaklega man ég eftir þegar við komum einu sinni heim frá Spáni, þá var hún búin að hjálpa krökkunum að skreyta allt með músastigum og hengja upp myndir. –   Það var enginn fórnarlambsfílingur í því, heldur gleði.  Á sama hátt sinni ég barnabörnunum mínum í dag, og hvar skyldi ég hafa lært það? –
Vissulega getur fólk snúiið þessu alveg á hvolf s.s. það sér að fyrirmyndin er ekki góð og ákveður að vera andstæðan.  En þeirri ákvörðun þarf líka að fylgja einlægni, því við eigum til í að detta (óviljandi) í sama gír og fyrirmyndirnar. –   Ég hef gert það í bæði í þessu góða og vonda, og nú sé ég börnin mín líka gera svipað og við foreldrarnir. –

Það er mikilvægt að iðka sjálfsvirðingu til að kenna sjálfsvirðingu.

Við höfum mörg misst – við höfum mörg gefið – við höfum mörg elskað og hjálpað ..  er það ekki yndislegt að geta gert svoleiðis?

Óttumst minna og elskum meira – líka okkur…

„Engir lúserar hér“  …

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

 

 

 

Ein hugrenning um “Ef þú vilt að barnið þitt verði fórnarlamb – vertu fórnarlamb ….

  1. MJÖG GOÐ GREIN;TAKK:)

    Þann 4. júlí 2014 kl. 10:15 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s