Ef ég sleppi – hvað verður eftir? …….

Ef við hættum að reykja hvað þá?  Ef við hættum að borða sykur hvað þá?  Ef við hættum í sambandinu (sem er okkur jafnhollt og reykingar) hvað þá?   Ef við hættum að versla skó, hvað þá? –  Ef við hættum í vinnunni (og missum titilinn) hvað þá? – Allur missir er sorg, allur missir veldur sársauka. Hvort sem það er, að missa það sem almennt telst óhollt eða skaðlegt, eða að missa ástvini sem eru okkur góðir og hollir, – þá er missir sársauki. Hann verður sárari eftir því hversu sterk þessi tengsl eru/voru eða hversu háð/náin  við vorum. Það eru til heilbrigð tengsl og óheilbrigð tengsl. –

Óheilbrigð tengsl eru t.d. tengsl þar sem við erum háð einhverju sem gerir okkur illt eða er óhollt. Sígarettur láta reykingamanni líða vel, – draga úr kvíða, – geta virkað sem „félagi“ – það kemur einhver vellíðan.  Sama gildir um þann sem borðar það sem honum er óhollt, sama gildir um áfengi hjá alkóhólista, og sama gildir í óheilbrigðum samböndum, – það er hægt að upplifa vellíðan í ofbeldissambandi, – því sambandið er oftast ekki nema að hluta til ofbeldi, – alveg eins og sambandið við sígarettuna.  Hún er full af eitri, en gefur vellíðan líka. –

Auðvitað erum við hrædd að sleppa,  einhverju sem lætur okkur líða vel og/eða færir okkur öryggi.   Sérstaklega ef við kunnum ekki sjálf að láta okkur líða vel. –  Ef við þurfum eitthvað utanaðkomandi til að upplifa vellíðan eða utanaðkomandi til að upplifa öryggi.  Eitthvað sem er þekkt. Það er munur á að láta sér líða vel eða að vera háður öðru eða öðrum til að láta okkur líða vel. Af hverju er verið að kenna möntruna „Ég er nóg“ – „Ég hef nóg?“ Jú, vegna þess að hún er sönn. Úr því að það er hægt að byggja upp ytra veldi og verðmæti  (Hús, menntun, útlit, stöðu o.s.frv.)    Þá er líka hægt að byggja upp og styrkja innra verðmæti.  Það er gert í sjálfsræktinni. –  Þegar við ræktum „sjálf“ erum við ekki að byggja hús,  heldur byggja sjálfsmat, styrkja sjálfsmynd og traust. – Þegar pósturinn Páll hætti að vinna í póstinum,  var hann bara Páll. –   Var það nóg?  Var hann verðmætur eftir það? – Þegar við erum að fjárfesta, er talað um að setja ekki öll eggin í sömu körfuna, – en okkur hættir til að setja öll eggin í hið ytra. –  Ef við svo missum körfuna, og eggin brotna,  þá eigum við engin egg.  Það er vegna þess að við gleymdum að „fjárfesta“ í okkur sjálfum. Það er ekki okkur að kenna, – á meðan við ekki vitum eða kunnum meira í fjárfestingum. En við getum vaknað til vitundar,  og þá lært það að það sem er besta fjárfestingin er að vinna í þessu innra verðmæti. –

„Fagnaðarerindið“ er að eins og áður sagði „við erum nóg“ – sem þýðir að við eigum fulla bankareikninga hið innra, við verðum bara að fá „pin“ til að opna þá. – Sumir fá þannig uppeldi, að þeir glata aldrei þessu „pin-númeri“ og geta farið inn og sótt sér styrk, ást, gleði, eða hvað sem vantar – og þetta er uppspretta sem aldrei þrýtur. – Flest erum við í ströggli með þetta. En margir eru að læra leiðir og fá tæki til að komast í hið innra bankahólf.  – Það er dásamleg lífsreynsla að upplifa eigið verðmæti, óháð hinu ytra. Óháð maka, óháð menntun, útliti, eignum, barnafjölda, afrekum eða hvað nú sem það er. – Við erum fædd með þennan fjársjóð.  Hver einasta manneskja er fædd með hann. Það eru til heilbrigðar aðstæður, heilbrigð sambönd, sambönd við fólk – sambönd við mat – sambönd við okkur sjálf. –

Við dettum sem betur fer inn í þessi sambönd, reglulega, en því oftar sem það gerist, veitir það okkur hlutfallslega meiri vellíðan. Innri friður, innri gleði, – fókusinn inn og að lifa innan frá og út, út frá endalausri uppsprettu, hlýtur að vera markmið okkar í mannlegri tilveru. – Að lifa út frá tilfinningunni um fullnægju en ekki skort. – Óttinn við að sleppa, liggur í óttanum við að það verði ekkert eftir. Ég er að segja þér það,  það er ekkert að óttast – þú ert þarna. Þú þarft bara að sjá það, skynja það, vita það. Sannleikurinn frelsar, en stundum er hann sársaukafullur. –  Við sleppum ekki við sársaukann alveg, því að oft er sárt að hætta að lifa í afneitun eða blekkingu.  Það er sárt að upplifa að þegar við hættum að skilgreina okkur eftir alls konar ytra þá finnum við tómarúm.  Við höfum reynt að fylla á það með alls konar dóti og drasli, með mat, með áfengi, með einhverju sem gerir okkur ekki södd.   Það getur ekki gert okkur södd, eða fært okkur ró  því það er aðeins stundarfriður.  Við verðum fljótt svöng eða óróleg aftur. Það er vegna þess að það kemur að utan,  en við erum í raun að þrá að upplifa innri ró og lífsfyllingu. –

Það eru hlutir sem stuðla að þessari innri ró, eins og hugleiðsla, jóga, útivera, góð samskipti með uppbyggilegu fólki, svo dæmi séu tekin. – Við þurfum að rifja okkur sjálf upp, – taka ábyrgð á heilsu og hamingju okkar.  Ekki kaupa hana í  ÁTVR, nammibarnum – eða láta annað fólk bera ábyrgð á henni. Við þurfum ekki að kaupa né betla hamingjuna. Þegar við förum að taka ábyrgð,  þá erum við um leið að elska, virða og treysta þessari manneskju – dýrmætu manneskju sem við erum fyrir okkur sjálfum. Einhvers staðar – kannski þegar við vorum börn – lokaðist á tenginguna við fjársjóðinn okkar, kannski þurftum við að gera það,  því þannig voru aðstæðurnar. Sjáðu þig fyrir þér inní fjársjóðsgeymslunni – í himnaríkinu hið innra – þar sem allt þetta góða er, ástin, friðurinn, gleðin sem þú átt –  og þú ert að ausa af þessum verðmætum til annarra, og eftir því sem þú gefur meira þess meira örvast framleiðslan. –

Ég var í heimsókn í Fitjakirkju hjá henni Huldu vinkonu minni, eftir langan göngutúr.  Hún sýndi okkur gífurlega fallegan kaleik, sem var eftirlíking af öðrum fornum, og sagði þetta „kaleik-INN“ – þ.e.a.s. þessi kaleikur var einn sá merkilegasti sinnar tegundar.  Hún hafði lagst í rannsóknir á táknunum á kaleiknum og í fyrstu virtust þar vera blómamyndir, – en ef betur var að gáð sáust þar fiðrildi, en fiðrildi tákna upprisu og frelsis.

En hver er þessi barmafulli bikar eða kaleikur í raun? – Hver og ein manneskja er bikar,  fullur bikar –  en stundum þarf að rýna svolítið vel til að sjá fiðrildin, til að upplifa frelsið við að vera og skilja að við getum risið upp, hvert og eitt okkar á hverjum degi. – Óttastu ekki,  því þú ert með þér og allt það heilaga er með þér, um leið og þú opnar lófann til að sleppa – þá opnar þú fyrir tækifærinu á að taka á móti bikarnum. Taktu við þér,  þú ert gjöfin, þú ert.min_c_ac1

5 hugrenningar um “Ef ég sleppi – hvað verður eftir? …….

  1. ..ekki verri en vant er. þetta nákvæmlega, er byrjunin tel ég, síðan kemur hitt nokkurn vegin af sjálfu sér. takk Jóhanna ❤

  2. Bakvísun: 3. júlí 2014 – RÓMANTÍK | Heil, sátt og sæl …

  3. ÞUSUND ÞAKKIR,KOM ALVEG A RETTUM TIMA:) 🙂

    Þann 3. júlí 2014 kl. 09:42 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s