Mr. Right – eða Mr. Wrong ..

Eftirfarandi grein er þýdd, – mér þykir hún bæði skemmtileg og sorgleg. –  Allt of margir eru í sambandi með röngum aðila.  Hér er talað um Hr. Rangan og Hr. Réttan.  En það er vissulega líka til eitthað sem Heitir Fröken Rétt og Fröken Röng, það liggur í hlutarins eðli.  En þessi grein er s.s. eftir  Sophia Elise and Lady Sarah (nefna þær sig) og heitir á frummálinu:  „Looking for Mr. Right when all you see is Mr. Wrong.“  Greinin ber með sér að hún er skrifuð inn í amerískt samfélag, en elskurnar – það er svo sannarlega margt sem á við hér líka.

Hér kemur greinin – í lauslegri þýðingu minni:

„Margar konur upplifa sig á einhvers konar sambands-hlaupabretti leitandi að Mr. Right, eða Hr. Réttum.  Jafnvel þegar þeim finnst þær hafa fundið hinn fullkomna félaga,  komast þær að því að hann var það ekki.  Stundum, í stað þess að losa sig strax við Hr. Rangan og fara aftur að leita að Hr. Réttum,  ákveða þær að eyða tímanum í tilraunastarfsemi að breyta  Hr. Röngum í þennan Hr. Rétta sem þær þrá.  Því miður er enginn rofi, takki eða töfrar sem breyta honum í rétta gaurinn.  Það þýðir heldur ekkert að bíða eftir að hann breytist sjálfur í Hr. „Ideal“ – en það mun ekki heldur gerast, a.m.k. ekki á þessari öld.

Menn eru ekki gerðir úr leir, og enginn skammtur ástar, leiðbeiningar, stuðnings eða hvatningar getur mótað þá í hinn fullkomna gaur.  Hr. Réttur þarfnast ekki mikillar mótunar,  eða sköpunar.  Hann kemur Réttur „úr kassanum“ – og þarf ekki mikið að hafa fyrir honum.   Ef þú þarft að svitna svo árum skiptir við að gera einhvern réttan fyrir þig, er hann Hr. Rangur.

Hann gæti verið Hr. Réttur í upphafi, en í gegnum tíð og tíma hefur hann þróast í Hr. Rangan, en ólíkt  Dr. Jekyl og Mr. Hyde, hefur hann ekki töfrana til að breytast til baka í þennan frábæra sem hann var.  Hvað gerðist eiginlega á leiðinni?  Hvaða slæmu siði, vana tók hann upp og hvaða hegðun breyttist hjá þessum manni sem breytti honum frá Hr. Réttum yfir í Hr. Rangan?  Var hann tillitssamur í upphafi? –  Er hann bara orðinn Hr. Utangátta?

Kona sem finnur Hr. Réttan mun fljótlega uppgötva að þau eru á sömu blaðsíðunni. Hr. Rangur getur ekki einu sinni lesið bókina.  Hr. Réttur mun láta í ljós að hann sé að leita að raunverulegu sambandi, og þegar tækifæri gefst mun hann grípa það. Hr. Rangur er ekki tilbúinn til að kalla þig kærustuna sína, hvað þá að þróa samband.  Raunin er sú að hann mun finna allar mögulegar afsakanir til að gera það ekki.

Hr. Réttur veit hver hann er og hvað hann vill.  Hann hefur hugrekki til að bera og ákveðni til að fylgja draumum sínum og væntingum, sérstaklega þegar kemur að ástarmálum. 

Hr. Rangur veit ekki hvað hann vill og skemmir þannig sambönd sem þó hafa möguleika.  Hr. Réttur heldur fókus.  Hr. Rangur er ráðvilltur, skiptir um skoðun, um leið og tilfinningar, álíka oft og hann skiptir um nærbuxur.  Sú sem er í ástarsambandi við hann er í stanslausri óvissu um stöðuna á sambandi þeirra.

Hr. Réttur setur þarfir þínar í forgang, og tekur frá tíma til að verja með þér, og leyfir þér að sjá hversu mikilvæg þú ert í hans lífi. Hr. Rangur er sjálfhverfur, og notar frítíma sinn einungis fyrir sjálfan sig, vini sína og fjölskyldu sína. Hann er alltaf of upptekinn fyrir þig.

Hr. Réttur horfir fram á hvernig þetta nýja samband þróast. Hr. Rangur kemur með byrðarnar úr fyrr samböndum, og er of upptekinn af fortíðinni til að sjá framtíð með þér.  Hr. Rangur notar sín gömlu sambönd til að afsaka hegðun sína í sambandinu ykkar.  Hr. Réttur er tilbúinn til málamiðlana og leggja sín lóð á vogarskálarnar til að sambandið gangi upp. 

Hr. Rangur er enn upptekinn af sinni fyrrverandi.  Þegar sú fyrrverandi er að reyna að stjórna í nýja sambandinu, setur Hr. Réttur henni mörk.  Hr. Rangur leyfir sinni fyrrverandi,  eða minningunni um hana, skapa óreiðu, óvissu og drama.

Hr. Réttur er einhleypur, Hr. Rangur er það ekki.  Hann getur ekki verið það ef hann er enn í sambandi.  Ef hann segist vera að losna úr sambandi, er hann enn ekki Hr. Réttur, og það er eitthvað rangt við sambandið þar til hann er einhleypur.

Hr. Réttur vill kynnast til að sjá hvort að samband geti þroast. Hr. Rangur vill ekki þróa samband.  Hann vill aðeins kynlíf,  án sambands.  Hr. Réttur hringir á milli stefnumóta, bara til að segja halló.  Hr. Rangur mun aðeins hafa samband á síðustu stundu, þegar hann vill koma við til að stunda kynlíf.

Hr. Réttur sýnir væntumþykju í verki og gjörðum.  Hr. Rangur sendir blönduð skilaboð.  Hr. Réttur lætur þér líða eins og þú sért mikilvæg þegar þú ert með honum, og jafnvel þegar þið eruð ekki saman.  Hr. Rangur lætur þér liða eins og þú sért gleymd, tekin sem sjálfsagður hlutur og ekki mikilvæg.  Hr. Réttur segir þér að hann elski þig, þegar hann er tilbúinn. Hr. Rangur stynur bara.

Hr. Réttur er áreiðanlegur,  en Hr. Rangur er óáreiðanlegur. Hr. Réttur er til taks þegar á þarf,  en Hr. Rangur finnst hvergi.  Hr. Réttur heldur þér upplýstri, meðan þú kemst að því hvað Hr. Rangur er að gera á facebook status hans.  Hr. Réttur er til taks þegar þú þarft hans, en Hr. Rangur lætur þig vita þegar þú ert að trufla hann.

Þú getur elskað einhvern gaur alveg brjálæðislega, en ef sambandið við hann er að misbjóða þér, er hann ekki Hr. Réttur – núna.  Hann er Hr. Rangur.  Ef að hlutirnir beytast ekki, verður þú að láta hann vita.  Ef hann getur ekki breyst í Hr. Réttan,  verður að ræða það, strax.  Ef hann hefur ekki áhuga á að breyta neinu,  skiptir ekki máli hvort hann var einhvern tímann Hr. Réttur ef hann er það ekki lengur, er kominn tími til að forða sér.   Það er betra að verja tíma sínum með Hr. Réttum, en að berja hausnum við steininn mínútu lengur,  með Hr. Röngum! ..“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s