„Blaming is for kids“ .. það er barnalegt að festast í ásökunum.

Lífið er flæði.  Þetta flæðii stíflast stundum og stundum myndast pollur, jafnvel drullupollur. –  Þegar við förum til baka að leita að sökudólgum, sækjum við meiri drullu í pollinn. –

„Blaming is for kids“ – heyrði ég einhvern spekúlantinn segja nýlega,  enda er það þekkt að krakkar vilja kenna öðrum um sínar ófarir eða mistök.  Jafnvel finna þau upp ósýnilega aðila, eða kenna yngri og ótalandi systkinum um sem ekki geta varið sig. –

Það er engin/n að segja að það sé ekki stundum öðrum að kenna hvernig komið er fyrir okkur, –  það tekur ekki nema nokkrar sekúndur að átta sig á því, eða í mesta lagi mínútur.  En af hverju að halda áfram að horfa á þau seku og gefa þeim þá um leið valdið yfir okkar lífi?

Brian Tracy, hvatningafyrirlesari m.meiru,  tók dæmi um mann sem lenti í ráni.  Byssu var miðað að höfði hans og hann varð auðvitað dauðskelkaður.  Þrjátíu árum síðar var þessi maður enn að kenna þessum atburði um eigin vanlíðan, – og þá sagði Hr. Tracy  að maðurinn hafi sjálfur verið farinn að halda byssunni að höfði sínu. –

Engin framför eða bati verður ef við erum að leika „Umaðkennaleikinn“ – eða „The Blaming Game“ –

Slepptu tökunum á atvikinu, aðilanum, – slepptu byssunni sem þú heldur að eigin höfði. –

Þegar við sleppum, komumst við fyrst áfram …

Námskeið þessu tengt verður haldið laugardaginn 23. ágúst nk. –  svona ef þú vilt komast upp úr pollinum, eða bara læra meira um mátt þinn og megin!

Sjá HÉR 

10423870_872642049417817_168978807461777169_n

3 hugrenningar um “„Blaming is for kids“ .. það er barnalegt að festast í ásökunum.

  1. Það er orðið hluti af rútínu minni að vafra um á netinu að kíkja inn á þína síðu….margt gott sem ég hef verið að tileinka mér.. Takk 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s