Þegar við förum í samband, verðum við að fara í það á réttum forsendum. Ef forsendurnar eru að einhver á að bjarga okkur frá einmanaleika, eru þær rangar. Við verðum að fara heil og sjálfbjarga inn í samband og vera heil og sjálfbjarga í sambandinu. – Eftirfrandi grein er lauslega þýdd, en hún heitir á frummálinu:
„3 Ways Your Fear of Being Alone Sabotages Your Relationships“
„Það er ekki endilega skemmtilegt að vera einhleyp/ur, og það getur verið mjög einmanalegur tími, og það versnar bara ef það að vera einhleyp/ur er það sem við óttumst mest. Það eru margir kostir við tímann sem við erum ein og mikilvægasti kosturinn er að læra að elska okkur sjálf, vera sjálfstæð og vinna í því að byggja upp sjálfstraust.
Fátt heillar meira og fátt er meira aðlaðandi en manneskja með gott sjálfstraust. Ef þú lendir ítrekað í samböndum sem ganga ekki upp, er óttinn við að vera ein líklega að viðhalda því að þú lendir með röngum maka.
3 Sjálfs-eyðandi mynstur sem er viðhaldið af ótta.
1. Samband með þeim sem er ekki tilfinningalega tengd/ur:
Þegar við erum hrædd við að vera ein, verðum við þurfandi. Líklegt er að við förum í samband með einhverjum sem hefur ekki þessa þörf fyrir okkur. Þetta verður þá eins og leikur kattar og músar, þar sem kötturinn er alltaf að elta – en nær aldrei músinni. Ef félagi þinn gefur sér ekki tíma til að næra þig, eða sinna öðrum samböndum í lífi sínu, er ekki nokkur möguleiki að þú verðir sú eða sá sem breytir honum. Þetta tengist tilfinningaþroska. Þau sem eru ekki tilfinningalega til staðar eru ekki nógu þroskuð nema til að taka þátt í þessum kattar – og músarleik.
Ef við höldum áfram í sambandi við svona manneskju, upplifum við meiri einmanakend en ef við erum einhleyp. En ótti okkar við að vera ein hindrar okkur í því að sjá þessa höfnun sem er í raun sársaukafyllri en það að vera ein.
2. Afsökum það sem er óásættanlegt.
Óttinn við að vera ein getur orðið til þess að við förum að samþykkja framkomu sem er fyrir neðan okkar virðingu og fjarri því sem við eigum skilið. Ef við upplifum að við séum stöðugt að afsaka eða hagræða framkomu makans með því segja við okkur sjálf og/eða aðra: „Enginn er fullkominn“ – eða „Þetta er nú ekki svo slæmt“ erum við að flýja eigið óöryggi inn í samband sem býr aðeins til meira óöryggi fyrir okkur. Þar að auki, með því að viðhalda þessum vonlausu samböndum, tefur það okkur í því að finna rétta makann.
3. Við sleppum ekki fyrrverandi.
Við getum ekki sleppt tökum á fyrrverandi samböndum, og þurfum að halda þeim við, eða halda dyrunum opnum að einhverju leyti, bara svona til vonar og vara, ef við endum aftur einhleyp. Þannig setjum við of marga leikmenn á völlinn. Ef við viljum verða raunverulega ástfangin verðum við að taka áhættuna á að skuldbinda okkur einni manneskju, – ef við höfum lokið kaflanum með fyrrverandi, höldum honum lokuðum, svo við getum gefið okkur að fullu að nýja aðilanum í lífi okkar.
Óttinn við að vera ein, fær okkur til að missa sýnina á ástina og okkar eigið verðmæti. Við förum á stefnumót með hverjum/hverri sem er, samþykkjum hvern/hverja sem er, eltumst við hvern/hverja sem er – og/eða sleppum engum þeirra. Það er ekki besta leiðin að finna varanlegt samband um leið og við erum í sambandi. Besti tíminn til að finna það er að finna varanlegt og vel grundvallað samband við okkar eigið sjálf, við líf okkar og við verðmæti okkar. Besti tíminn til að kynnast einhverjum er þegar við finnum ekki lengur þessa „þörf“ fyrir samband. Það er okkar vinna að skapa sjálfstætt líf sem okkur líkar það vel, að við þurfum ekki að láta bjarga okkur frá því.
Greinin er eftir:
Sherrie Campbell, PhD og sést ef smellt er á nafn hennar.
god grein!
Þann 8. ágúst 2014 kl. 14:08 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,