Við þekkjum flest „beturvitrungana“ .. eða þau sem eru sífellt að ala aðra upp eða segja þeim til. – Þú ert kannski á ágætis „svifi“ um tilveruna, svo mætir þú viðkomandi – eða talar við í síma. Honum líður svona lala, kannski ekkert allt of vel og þá sækir hann sér „fix“ með því að segja þér hvernig þú átt að lifa, hvað þú sért ómöguleg/ur – eða losar úr sínum „öskubakka“ á þig. –
Þú sem varst kannski bara í ágætis gír, – upplifir þig e.t.v. „lamaða/n“ eftir að hafa mætt þessari manneskju, eða heyrt í henni.
Kannastu við þessa lýsingu? – Er svona fólk í þínu lífi? Það er auðvelt að taka „skotin“ frá einhverjum sem er okkur ekki svo náin. En það er nánasta fólkið okkar vinir og fjölskylda sem eiga oftast auðveldastan aðgang.
Eftirfarandi setningar sá ég á veraldarvefnum:
„There are people out there who’re losing self-esteem and self-confidence because they’re on the receiving end of consistent put-downs from a friend, loved one or family member.
Their identity is being damaged one put-down at a time; their life is diminishing one line at a time; they live in fear of the next put-down and feel powerless to do anything about it.“
eða
„Það er fólk þarna úti, sem er með minnkandi sjálfsmynd og sjálfstraust vegna þess að það er stanslaust að taka á móti lítillækandi athugasemdum og aðfinnslum frá vini eða fjölskyldumeðlim.
Það saxast í sjálfsmyndina- við hvert niðurrifsshöggið; líf þeirra minnkar við hverja setningu; Það lifir í ótta við hvað kemur næst, og upplifir sig of máttlaust til að gera eitthvað í því.“
Svona virkar líka andlegt ofbeldi, – og að lifa í mörg ár við andlegt ofbeldi – upplifir manneskjan að hún minnki og minnki og sá eða sú sem rífur niður eða heggur nær að stækka. –
Í raun er það sá sem þarf að lítillækka aðra eða nærast á öðrum til að stækka sem er lítilmennið. Það er auðvitað alveg kolrangt að upphefja sig á kostnað annarra og algjörlega „fölsk“ stækkun, því að sjálfsögðu stækkar engin/n þó aðrir minnki.
Þegar fólk hagar sér svona, – þ.e.a.s. þarf að stækka sig með því að stíga á annað fólk. Eða hreinlega éta upp orku annars fólks, þá er eitthvað að því en ekki þér.
Það er eiginlega lykilatriði. –
Ef þetta er náinn ættingi eða vinur, og við viljum halda tengslum þá hreinlega verðum við að setja viðkomandi mörk, – útskýra fyrir honum hvernig áhrif samskiptin við hann/hana hafa áhrif á okkur. –
Það er best að gera það með „Ég“ boðum. Því það erum við sem erum að upplifa.
„‘Mér líður svona þegar það er talað svona við mig“ ..
Stanslaus gagnrýni, aðfinnslur, lítillækkun o.s.frv. er bara ekki í lagi.
Það getur vel verið að viðkomandi sé að gera þetta allt og segja í mjög góðri trú, að hann eða hún haldi að þér sé greiði gerður, að segja þér hvað þú ert ófullkomin/n eða hvað þig vanti til að bæta þig. En það getur orðið þreytandi til lengdar og skapað kvíða: „hvað næst?“ – þegar þú mætir þessari manneskju. Þú ferð í vörn, ferð að vanda þig og vera óeðlileg/ur í samskiptum og líka óörugg/ur – sem gefur þessum gagnrýnanda enn frekar efnivið til að halda sínu striki. –
Eina manneskjan sem getur stöðvað svona ferli, ert þú, – eða þú leiitar þér hjálpar við að stöðva „árásirnar.“ – Í einhverjum tilvikum neyðumst við til að slita sambandi við náinn vin eða fjölskyldumeðlim, ef hann vill ekki eða getur ekki skilið afstöðu okkar eða litið í eigin barm. –
Best er ef við getum styrkt okkur sjálf og „afvopnað ofbeldismanninn“ eins og ég kalla það og lesa má um í samnefndum pistli.
Ég verð með fyrirlestur um þetta, hvernig við tökum okkur valdið – laugardaginn 23. ágúst, nk. og hann má sjá undir flipanum hér á síðunni Á DÖFINNI.
Annars er auglýsing um fyrirlesturinn/námskeiðið hér í hnotskurn:
„Máttur þinn og dýrð“ – Köllunarklettsvegi 1, 104 Rvík, 3. hæð (lyftuhús) – Kl. 10:00 – 15:00, – 23. ágúst nk. – Jóhanna Magnúsdóttir, leiðbeinir – Verð 12.000.- skráning valkostur@gmail.com – fyrir konur og karla – lykilorð: Máttur.
kannast vel vid tetta
Þann 9. ágúst 2014 kl. 08:42 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,
Þetta er góður og sannur pistill Jóhanna, þakka þér fyrir.