„Stjórinn“ skiptir máli …

Foreldri, forstjóri =  fyrirmynd og áhrifavaldur.

Andrúmsloft á vinnustað eða heimili er oftar en ekki mótað af þeim sem hefur mest völd og mesta ábyrgð. –  Á heimili eru það foreldrar á vinnustað,  æðsti yfirmaður, forstjóri, framkvæmdastjóri, deildarstjórar og s.frv.-

Þegar bæta á anda á vinnustað, eða á heimili, þá þarf að byrja á „toppnum“ – eða snúa honum á hvolf,  því í raun er þessi toppur grunnurinn. –

Auðvitað hafa allir aðilar áhrif, – hvort sem það eru unglingar, börn, starfskraftar á vinnustað o.s.frv. –  en setningin „eftir höfðinu dansa limirnir“ á ágætlega við. –

Fyrirmynd skiptir máli og það er sama hversu mörg sjálfsræktar – eða sjálfsstyrkingarnámskeið við sendum börnin okkar á, eða starfsmenn stunda,  ef foreldrar eða forstjórar eru erfið í samskiptum eða gefa vond skilaboð, þá hefur það vond áhrif á allt og alla.

Stundum tekur barn ábyrgð, – og reynir að „redda“ aðstæðum þar sem foreldri er skapstórt,  geðstirt,  dapurt o.s.frv. –
„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma“ .. syngur barnið til að gera mömmu glaða. –   Það á þá væntanlega mömmu sem þarf að kæta, ekki satt?

Gleði foreldra er gleði barns, og depurð foreldra verður depurð barns.

Ef foreldri er pirrað,  fer barn oft að vanda sig, passa sig að vera ekki fyrir – lærir að geðjast og þóknast og allt sem flokkast undir meðvirkni. –  Það fer að laga sig að skapsveiflum foreldris.

Það sem stendur hér að ofan um samband foreldris og barns, má alveg heimfæra á vinnustað.  Þar sem við erum „fullorðin börn.“   Ef við höfum verið að geðjast foreldri,  verið trúðurinn, þæga barnið, „vera ekki fyrir barnið“ – heima,  er mjög líklegt að við förum í sama hlutverk á vinnustað.  Ég tala nú ekki um ef yfirmaður er svipað stemmdur og foreldrið var. –

Það þurfa auðvitað allir að skoða sig, – en lykilpersónur í að laga samskipti og hafa áhrif á andann á vinnustað eða heimilum eru „höfuðin.“

Því má bæta við að annað hvort erum við góðar fyrirmyndir, eða slæmar fyrirmyndir.

 

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s