Ég endurbirti þennan pistil – en hann var upphaflega skrifaður 4. mars 2012, hann á alltaf við í okkar „vitskertu“ veröld, – við verðum að hugsa betur um okkur ❤
Ég horfði á þáttinn um Sundhöllina nýlega þar sem fylgst var með fullorðnum manni, Kjartani. – Myndin var hæg en fangaði hugann og sýndi lífið eins og það var. Fólk með stóra og litla drauma. Venjulegt og óvenjulegt fólk. – Ég tengist sundhöllinni reyndar tilfinningaböndum, þar sem mamma starfaði þar þegar ég var lítil stelpa og á sjálf margar nostalgískar minningar þaðan. – Í viðtalinu við Kjartan kom fram að hann hafði misst einkason sinn, Jón Finn Kjartansson, en þar var um að ræða ljúfan dreng sem hafði farið á undan, farið á undan í blóma lífsins. – Mynd þessa drengs hefur fylgt mér.
Ég fann um hann minningargreinar, og í einni þeirra, sem systir hans skrifar er þetta fallega ljóð:
Þú hvarfst á braut með fangið fullt af blómum
að fagna jörð, er virtist björt að sjá,
en gættir ei að myrkum manna dómum,
er meiða saklaus bros á…
View original post 1.056 fleiri orð