Hvað er „Trophy Wife?“ – og af hverju eru svona margir karlmenn sem „yngja upp?“ ..

Ég er nú búin að halda námskeið um lausn eða sátt eftir skilnað oftar en ég get talið, og þar af leiðandi búin að hitta fjölda fráskildra kvenna og reyndar karla líka, – þó að ég hafi aðeins verið með eitt karlanámskeið, hingað til.  Eftirspurnin virðist minni, þó ég telji þörfina ekki síðri. –  En það er önnur umræða.

Það sem hefur iðulega komið upp, er þessi „Yngri kona“  10 – 15 – 20 – 25 árum yngri, þannig að í sumum tilfellum er kynslóðarmunur á milli.

Þessi pistill er ekki til að dæma einn né neinn, – mig langar aftur á móti að tengja þetta mínu uppáhaldsrannsóknarefni sem er sjálfsmyndin. –  Ég hef skrifað um sjálfsmynd foreldra sem byggist á dugnaði barna, – og hvernig væntingar til barna, unglinga að þau standi sig – ekki einungis fyrir sig, heldur til að foreldrarnir upplifi sig eða sjálfsmynd sína „stærri“  eða meiri, valdi þessum börnum/unglingum kvíða og of mikil ábyrgð sé lögð á þau gagnvart foreldrum.

Hvað með sjálfsmynd karla og kvenna – og hverju máli skiptir makinn þar? –

Ég hef þá trú að hin raunverulega SJÁLFS-mynd hafi ekki með hið ytra að gera. – Og þá er hið ytra ekki bara eignir, heldur kemur maki þar líka við sögu. –

Eins og foreldrar eru „stoltir“ af börnum sínum, fegurð, dugnaði, greind o.s.frv. – eins getur fólk fundið til stolts af maka sínum, – sérstaklega er það þá tengt útliti ef talað er um þessar „Trophy Wives“ – við konur erum ekkert skárri, því við viljum líka eiga myndarlegan mann,  ekki bara fyrir okkur, heldur til að „sýnast“ út á við.

Það er mjög mikið lagt upp úr útliti, og að maðurinn sé hærri t.d. en konan er mjög algeng „krafa“ og ég þekki það alveg hjá sjálfri mér að finnast „skrítið“ að vera í sambandi við lágvaxinn karlmann, eða sem er lægri en ég. –  Það er búið að forrita okkur svo sterkt, hvernig þetta allt „á“ að vera,  svo okkur hreinlega líður ekkert voðalega vel ef makinn er ekki „eftir uppskrift“…

Eftir því sem við erum með sterkari sjálfsmynd, og vitum betur hver við erum, því minna máli skiptir útlitið.  Hið unglega útlit – eða stöðluð fegurð á að bæta okkar sjálfsmynd sem er ekki nógu sterk, eða hvað? –

Hér er skilgreining á „Trophy Wife“ skv. Wikipedia:

„Trophy wife“ – er óformleg skilgreining á eiginkonu,  sem er venjulega ung og aðlaðandi, og sem er álitin stöðutákn fyrir eignmanninn, sem er oft eldri og vel efnaður. Hugtakið „trophy husband“ –  er notað þegar um karlmann er að ræða.

Það hljómar auðvitað neikvætt að tala um maka sem „trophy“ eða einhvers konar viðurkenningu eða verðlaun, og beinir athygli að karakter eiginmannsins, og er hægt að tengja það sjálfhverfu (narcissism) og lönguninni til að ganga í augun á öðrum, og einnig þeirri hugmynd að maðurinn sé ekki aðlaðandi jeða hafi séns í þessar konur, fyrir aðrar sakir en þær að hann sé í góðri stöðu, eða vel efnaður.  Það getur líka verið að gefa í skyn að umrædd „trophy wife“ – hafi ekki sterkan persónuleika, – lítið annað en gott útlit, og þurfi að láta halda sér uppi til að viðhalda útlitinu.  Þessar konur eru stundum kallaðar gullgrafarar.“

Þetta hljómar nú ekkert allt of vel, – og ég held þetta sé reyndar ekki svona einfalt, – að það sé oft mikið spunnið bæði í karlinn og konuna, – það sé karakter þarna á bakvið og allt það.   Engu að síður,  skoðandi sjálfsmyndina, – þá liggur það ljóst fyrir að það að eiga rauðan sportbíl og unga konu, tengist ákveðnu stöðutákni –   og það er einhvern veginn ekki algeng pör  t.d. ung falleg kona og eldri atvinnulaus/fátækur maður, eða hvað? –

Það hefur hver og ein/n „leyfi“ – til að lifa sínu lífi og ég endurtek að ég er ekki að skrifa til að dæma, heldur til að skilja hvað er í gangi.

Þetta er í raun ekki slæmt ef að báðir aðilar eru sáttir við ráðahaginn, og það kemur i raun engum við hvern við veljum sem okkar maka. –

Það sem mér finnst skipta máli er, forsendan fyrir makavali, – að ef á bakvið þetta allt er skortur á sjálfs-trausti.  Ef að við þurfum að eiga maka sem „hífir“ okkur upp, –  þá erum við sjálf ekki nóg, eða hvað? –

Það er reyndar mun algengara að karlinn sé eldri en konan, – þó að það séu ekki nema örfá ár. Karlinn „má“ oft vera orðinn „krumpaðri“ en konan, – nú eða með ístru, á meðan hann leitar sér að konu í kjörþyngd. –  Það virðast stundum önnur gildi fyrir konur en karla og það má sjá t.d. í mörgum af þáttum í bandarísku sjónvarpi. –

Ég minntist aðeins á væntingar foreldra til barna hér í upphafi, – og hvernig sjálfsmynd foreldra hangir á því að börnin/unglingarnir standi sig. –  Það gildir þá væntanlega sama um þessa ungu/glæsilegu konu, – hvað ef hún bregst? – Hvað ef hún missir sig í át og fer að fitna? – Nú eða horast niður í anorexíu?   Hvað ef hún lendir í slysi – eða veikist? –  Breytir það sambandinu?  Var það byggt á kærleika eða einhverju öðru?

Ég hef gert óformlega könnun hjá konum, á því hvaða eiginleikar eru mikilvægar hjá maka, og yfirleitt er efst á blaði orð eins og „skemmtilegur“ – „traustur“ – „heiðarlegur“ – „opinn“ … einhvers staðar kemur svo fyrir „myndarlegur“  en það er langt í frá efst á blaði. –

Ég held að i raun séum við öll að óska okkur nærandi félagsskaps, – og að áherslurnar séu stundum rangar, – eða hvað?

Stundum er makinn bara geimvera sem þú nærð engri tengingu við!

En aðalatriði þessa pistils er þetta:

Það er mikilvægt að við séum með gott sjálfstraust, og byggjum á okkar eigin sjálfsmynd. Verðmæti okkar sem manneskju er ekki byggt á maka okkar, – nú eða hjúskaparstöðu yfirhöfuð.  Sem þýðir að einhleypingar og „tvíhleypingar“ (par eða hjón) er jafnverðmætt fólk.   Það þýðir líka að foreldrar og ekki-foreldrar eru líka jafn verðmætt fólk.

Það er aldrei hægt að alhæfa um neitt, og það er ekki svo að hvert einasta samband þar sem aldursmunur er svona mikill þýði að þar sé um einhvern sjálfsmyndarbrest að ræða,  en mér finnst þetta verðugt umhugsunarefni! ..

k-bigpic

Þessi pistill er í flokki með öðrum þar sem ég er að „spekúlera“ í sjálfsmynd fólks, – og hér hvaða áhrif hún hefur þegar kemur að makavali. Manneskja með sterka sjálfsmynd, sem er ekki byggð á ytri skilgreiningum – eins og auði eða stöðu – myndi varla þurfa á „trophy wife“ að halda? – En auðvitað má heldur ekki dæma þessar fallegu ungu konur þannig að þær hafi ekkert annað en útlitið. – En samt spurning hvað það er sem laðar þær að svona miklu eldri mönnum. Eru það völd, peningar, staða sem eru aðlaðandi og sexý? – Eða er það berstrípaður eldri maðurinn, – strípaður af eignum og stöðu? –

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s