Á að gera út af við sig með dugnaði? ….

INNGANGUR

Í gær skrifaði ég örlítið á facebook um skilyrðislaust verðmæti. Verðmæti án merkimiða. Það er ekki „hefð“ fyrir því að við verðmetum okkur svoleiðis. Við leggjum allt í hið ytra, og þá meina ég líka heilsu og útllit, – ekki bara eignir, stétt og stöðu. – Þegar ég tala um hið innra meina ég það sem er varanlegt og hvorki hægt að vega né mæla. – Auðvitað er það áfall að missa heilsu, – missa vinnu. Allur missir er áfall, – en að upplifa það í leiðinni að missa verðmæti sitt og mikilvægi, eykur áfallið. – Standa fyrir framan spegil og sjá ekki neitt, af því við erum ekki með titil? – Það er mikilvægt að átta sig á því að hver sál er verðmæt, – og allar jafn verðmætar, skiilyrðislaust og án merkimiða. – Það er verðmætt vegna þess, að fólk á það til að keyra sig út, í sumum tilvikum til að sanna fyriir heiminum, og þá sjálfum/sjálfri sér, verðmæti sitt. –

Þegar við upplifum að við séum nóg í okkur sjálfum, – þá kunnum við betur að setja mörk. Þá hlustum við á líkamann þegar hann segir stopp, nú er tími til að hvíla sig. – Ef við teljum okkur ekki nóg, við þurfum að „sanna“ tilverurétt okkar með vinnu, – þá erum við komin á hálan ís.

Þetta snýst að miklu leyti um sáttina við okkur sjálf. – Að samþykkja okkur sjálf en ekki hafna.

Á AÐ GERA ÚT AF VIÐ SIG MEÐ DUGNAÐI? 

„Dugnaður er þetta“ … í henni Önnu, – hún er mætt í vinnu þremur dögum eftir brjósklosaðgerðina, – stendur við skrifborðið þvi hún getur ekki setið. –  Fólk beygir sig í virðingu fyrir Önnu. –   Reyndar hafði læknirinn sagt að hún ætti að taka sér leyfi frá vinnu, – en Anna lætur nú ekki segja sér að hætta. –

Anna er ómissandi! –

Kannist þið við svona týpur? – Og eruð þið svona týpur? –  Ég kannast stundum óþægilega vel við hana.

Af hverju fer Anna ekki að læknisráði og af hverju hrífumst við af Önnum sem fara ekki að læknisráði og mæta í vinnu veikar eða of snemma eftir aðgerð? –

Af því að við erum búin að upphefja dugnað, og búin að setja = merki milli verðmæti manneskju og dugnaðar hennar.  –

Anna ólst upp við aðstæður þar sem verkin voru mælikvarði á verðmæti.  Það sem hún gerði var mælikvarði á verðmæti og reyndar í heimi sem studdi þetta líka.

En hvað getur gerst ef við hlustum ekki á lækna, – mætum veik til vinnu, – segjum já þegar við eigum að segja nei. –  Þegar við virðum ekki líkamann okkar,  þegar við í raun göngum fram af okkur? –  Hvað erum við raunverulega að gera? – Við erum að fórna heilsu og fyrir hvað? –   Fyrir forstjórann?   Fyrir viðskiptavini? –   Hvort sem að viðskiptavinir eru börn – unglingar – fullorðnir, þá vill örugglega engin/n að við fórnum heilsunni fyrir þá.    Það þarf ekki líkamlega heilsu til,  það getur verið að við séum þannig að við séum með fangið fullt af verkefnum, – en erum beðin um að bæta á og segjum „já ég get“ – og í þokkabót er verið að biðja okkur um að sinna ömmu, frænku, vinkonu, – kaupa gjöf fyrir saumaklúbbinn,  hafa matarboðið o.s.frv. –

Við segjum „Já“  því við erum svo fjandi DUGLEG. –   Og það er „stimpill“ sem við erum hrædd við að missa, því að það er í dugnaðinum sem við finnum verðmæti okkar. –

Hvað svo ef að allur þessi dugnaður verður til þess að við missum heilsu?  Að við missum í kjölfarið vinnu? –   Missum við þá ekki verðmæti okkar? –  Hvað situr eftir?

það er í raun stórhættulegt að verðmerkja sig eftir dugnaði,  því þá getur það sem ég lýsi hér að ofan gerst.  Við erum svo hrædd við að missa virðingu annarra og okkar sjálfra, að við þorum ekki að slaka á.  Þorum ekki að segja nei.  Þorum ekki annað en að GERA í stað þess að VERA. –

Hún Anna okkar, hér að ofan gæti misst heilsu og gæti misst vinnu, og þá, vegna þess hvað henni hefur verið innrætt, – þá upplifir hún það að hún sé einskis virði.  Anna fékk ekki að heyra það sem barn að hún væri verðmæt, – að hún væri elskuð án skilyrða. Að hún væri verðmæt án skilyrða og merkimiða.  Merkimiða sem felast í starfstitli eða heilsufari. – Merkimiðarnari geta falist í mörgu, eins og „gift“ – „menntuð“ – „fræðingur“ – „móðir“ – „hraust“ – „rík“   o.s.frv. –

Lítið barn fæðist dásamlegt og verðmætt – og ekkert breytir verðmæti þess.  Þessu verðmæti halda allar manneskjur.  Það er okkar innra verðmæti, sem aldrei breytist, engin gjörð, ekkert starf, ekki heilsa eða heilsuleysi, ekki maki, ekki barnafjöldi eða barnleysi. –

Við fæðumst rík og við deyjum rík, – nakin/n kom ég í heiminn og nakin/n yfirgef ég heiminn. –  En í nektinni erum við nóg.  Og í nektinni erum við, við sjálf.

Við erum ekki vinnan okkar, við erum ekki fötin okkar, við erum ekki status, stétt, útlit, heilsufar o.s.frv. –

Af hverju er þetta mikilvægt, og hverju breytir það að vita að við erum skilyrðislaust verðmæt? –

Jú, – það skiptir máli fyrir sjálfsmynd. –

Ef ég tel starf mitt hluta af sjálfsmynd og byggi sjálfstraust mitt á því, – og missi síðan starfið er mikil hætta á að ég sjái ekki neiitt lengur í speglinum og að sjálfstraustið sé farið með starfinu.  Þegar „identity“ okkar eða sjálfsmynd og sjálfsmat hangir of mikið á hinu ytra, – þá verður skellurnn svo mikill þegar við missum hið ytra. –  Það sama á við um útlit.  Ef við hengjum sjálfstraust á unglegt útlit, – en elldumst óhjákvæmilega, þá myndum við missa sjálfstraustið um leið og unglega útlitið ekki satt? –

Mér hefur alltaf þótt skrítin setning eins og  „Sjálfstraustið óx þegar ég var orðin grönn.“ –  Ef feitlagin manneskja lítur ekki á sig sem verðmæta,  þá „útvarpar“ hún því frá sér.  Þ.e.a.s. ef henni líkar ekki við sig eins og hún er og þykir ekki vænt um sig,   þá finna aðrir þá víbrasjón eða skynja þá orku hennar. – Við, í raun,  – útvörpum orkunni okkar, – eða þessu „I´m not worthy“ –  „Ég er ekki verðmæt“ – og „mig ber ekki að virða, því ég virði mig ekki sjálf.“ –

Þversögnin í þessu er sú, að það er fyrst þegar við förum að virða okkur, elska okkur eins og við erum – virða og elska öll kílóin okkar, á meðan þau eru hluti líkama okkar, að við förum að ná árangri í að missa þau. –  Verðmæti okkar er í engu samræmi við tölurnar á vigtinni. –   Þ.e.a.s.  þegar hún sýnir lægri tölur að við séum verðmætari manneskjur, en hún sýni hærri. –

Þannig gætum við gert við svo margt annað, – vigtað heilsu okkar, vigtað starf okkar. Er virkilega hægt að vigta verðmæti okkar? – Nei.

Verðmæti okkar verður helldur ekki metið eftir tölum á bankareikningi.  Við erum jafn verðmæt hvort sem við eigum 10 millljónir eða við erum 10 milljónir í mínus.

Þegar við vitum þetta, að við erum verðmæt, skilyrðislaust og óvigtuð, – þá líður okkur betur með okkur sjálf.  Við upplifum okkur ekki í einhverjum ruslflokki.

Við erum á stað sáttarinnar við okkur sjálf. 

Ég ætla ekki að skrifa meira hér um sáttina, en ég skrifaði nýlega annan pistil um sáttina, og það má lesa hann í framhaldi af þessum,  því hann fjallar í raun um sama hlutinn. –   Ef við upplifum okkur ekki verðmæt, þá erum við heldur ekki sátt.  Því fyrr sem við náum sátt við það sem er, og okkur eins og við erum núna, því fyrr fer okkur að líða betur í andanum. –

Það er skiljanlegt, ef að skilaboðin hafa verið alla tíð að verðmæti okkar felist í heilsu eða vinnu, að við uppllifum að við séum að missa okkur sjálf eða verðmæti okkar, að við séum að týna sjálfsmynd, en í raun var hún löngu týnd ef að hún var einungis tengd vinnu, útliti eða hreysti. –

Mundu hver þú ert, – þú ert andleg vera sem ert hér að eiga líkamlega tilveru. Þú ert líka óhemju fallleg vera, – og ekki hafa áhyggjur þó þú sýnir að þú sért viðkvæm/ur og brothætt/ur.  Við myndum öll drekka úr stál- og/eða plastbollum ef okkur þætti þeir fallegir, -en viðkvæmasta postulínið er oft fallegast.

Heilsulaus, atvinnulaus, barnlaus, húsnæðislaus, peningalaus … o.s.frv. – það hefur EKKERT  að gera með okkar innra verðmæti. –

Það er bók í Biblíunni sem heitir Jobsbók, – Job er maður sem á allt, og hefur verið duglegur alla tíð. Hann átti konu, börn, hús, akur, heilsu. –  Til að gera langa sögu stutta, missir þessi góði maður allt sitt, allt nema sjálfan sig.  –  Job skildi ekkert í þessu, hann sem hafði alltaf verið duglegur, trúrækinn, og þetta braut öll lögmál, þ.e.a.s.  lögmálið um að góðir hlutir ættu að gerast hjá góðu fólki.   Job skildi ekki að Guð skyldi gera honum þetta að missa allt sitt. –  En það sem gerist er að Job sér í fyrsta skipti Guð, en áður hafði hann heyrt um Guð og lesið um Guð og eflaust beðið til Guðs.  En Guð var honum ekki persónulegur, ekki frekar en hann var sjálfum sér persónulegur.  Hvað ef hann þekkti aðeins sjálfan sig af afspurn en sjálfsmynd hans var týnd í öllu sem hann átti?

„Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!“  sagði Job þegar hann loksins mætti Guði.

 

„Know thyself, and thou shalt know the Universe and God “ Pýþagóras. 

„Þekktu sjálfa/n þig, og þú munt þekkja alheiminn og Guð“ .

Það er líka talað um að Guðs ríki sé hið innra, og það í blessaðri Biblíunni, – hún er nú ekkert alslæm! ..

Ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum hremmingar Jobs, til að rifja upp sjálfan sig og/eða Guð.

Ástæða þess að ég er að vekja athygli á innra verðmæti – og sjálfsmyndinni, er m.a. til að deila eigin reynslu, því að ég hef kynnst Guði og sjálfri mér í gegnum sársaukann, í gegnum missi.  Ég hef misst vinnu, ég hef misst hluta af heilsu,  ég hef misst foreldra, vinkonur, frænkur, eiginmann, kærasta, dóttur … ég hef misst traust á öðrum og orðið fyrir vonbrigðum. –   Ýmsir hafa brugðist.

Það mikilvægasta er að ég bregðist mér ekki sjálf, – og ég átti mig á því að í gegnum allt gangi ég sjálf með mér.  Og að í gegnum allt gangi Guð með mér.  Því Guð finnur allt sem ég finn. – Líka sársaukann. –

Ég er ekki ein, – því mitt í öllu þessu er ég verðmæt skínandi perla, – og þú ert verðmæt skínandi perla. –   Við tilheyrum ölll sömu perlufestinni, – við mannfólkið.  Perlufestin er verðmæt – og þó að það falli skuggi á einstaka perlur eða makist eitthvað utan á hana, gott eða vont, þá breytir það ekki því að hún er verðmæt.  Það er bara ekki alltaf hægt að sjá það.

Já, þetta er nú meiri dugnaðurinn í henni Önnu, – bara mætt í vinnuna sárlasin.

Af hverju gerir Anna það? –

Jú, hún veit ekki að hún er verðmæt og byggir sjálfsmynd sína á dugnaði, og þau sem eru í sama pakka klappa Önnu á öxlina og hún fær hrós fyrir – viðurkenningu á tilvist sinni, viðurkenningu sem hún vill ekki missa. 

Það er eitthvað kolrangt við þetta, og við vitum það.

Vonandi ❤

Tengilll á pistil um sátt er HÉR

i_am_enough

Ein hugrenning um “Á að gera út af við sig með dugnaði? ….

  1. thank you soooo much.

    Þann 21. ágúst 2014 kl. 08:07 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s