Hamingja er að vera á réttri leið …

Hvert stefnir þú? –  Á hvaða leið ert þú? –   Hvað ef það væri nóg að segja: „Ég er á hamingjuleiðinni?“ –   Hversu satt er það á skalanum 0 – 10? –

Hvar ber þig af leið og hvað þarftu til að halda þig á leiðinni? –

Hvað ef þú þarft fyrst og fremst sjálfa/n þig? –  Er ekki aðalmálið að þú sért sjálf/ur á veginum? –  Hvað ef þú ert alltaf að hlaupa útaf til að redda öðru fólki inn á,  hvert ertu þá komin/n? –    Gætir þú verið sjálf/ur á veginum og lýst upp veginn svo annað fólk gæti séð þig og komið til þín? –

Þegar þú ert í essinu þínu, – með gleði, ást og frið í hjarta ferðu að lýsa öðrum. –  Ef þú byrjar að dimma ljósið þitt með áhyggjum eða ótta,  þá er lampi þinn daufari. –

Bjóddu fólki með þér í gönguna, – en ekki dragast inn á ógæfu – eða eymdarbraut þeirra sem þar vilja ganga. –  Ef þú sérð liggjandi manneskju við vegarkantinn, sem getur enga björg sér veitt, – taktu hana með þér inn á veginn og hjálpaðu henni. –  Þú getur lagt lykkju á leið þína til að sækja „týndar“ sálir,  ef þær vilja láta finna sig, þ.e.a.s. –   En þá er mikilvægt að rata aftur upp á veginn með þær,  en ekki týnast með þeim.

„Þó ég gangi um dimman dal óttast ég ekkert illt“ ..  (dimmi dalurinn er lífið okkar og dimman kemur af skugganum af yfirvofandi dauða).  Af hverju óttast ég ekki, – jú – Guð er með mér, – Guðsríki er í hjarta hverrar manneskju og hver manneskja er ljósvíkingur, – ef hún opnar hjarta sitt og trúir að hún eigi ljósið. –  Ég geng ekki ein – og þú ekki heldur 🙂 ..

Hamingjan liggur í því að vita að við erum aldrei ein, að við höfum máttinn og æðri máttinn, – bara ef við hættum að krossleggja hendur yfir hjartað, opnum faðminn – opnum hjartað og þannig tenginguna.

Hamingjan er hér – í þér.

Ein hugrenning um “Hamingja er að vera á réttri leið …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s