Settu fókus á jafnvægi lífsorkunnar frekar en á það að grennast eða fitna ..

Það er til eitthvað sem heitir „æskileg þyngd“ – alveg eins og það er til eitthvað sem heitir æskilegur blóðþrýstingur. –  Blóðþrýstingur kemur útliti ekkert við, en mataræði getur hjálpað til við að leiðrétta blóðþrýsting.  – Það sama á við um þyngdina, – mataræði getur hjálpað til við að leiðrétta þyngd. –

Einhver frávik – efri mörk – neðri mörk í blóðþrýsting eru væntanlega ekki svo hættuleg, og fólk er misjafnt.  Sumir eru frekar lágir alla ævi og sumir frekar háir alla ævi án þess að fara undir eða yfir þeirra eigin hættumörk.  Það sama gildir um vigtina.  Það er allt í lagi að vera léttari en meðalþyngd og þyngri en meðalþyngd á meðan það hamlar ekki heilsufari – eða lífsorkunni okkar. –

Þegar ég tala um lífsorku, þýðir það að við þurfum ákveðið mikið af þessu og hinu, heilsufarsllega séð, bæði andlega og líkamlega til að vera í jafnvægi orkulega séð.  Við þekkjum það að vera orkulaus, – og það er oft vegna lélegs mataræðis, nú eða við umgöngumst fólk sem dregur úr okkur orku. –

Til að vera heilbrigð og gæta að okkar lífsorku, – þurfum við bæði að hugsa um andlega og líkamlega næringu.

Þegar við nærumst getum við spurt okkur; – „Er þetta gott fyrir lífsorkuna mína?“ –   Í staðinn fyriir að vera í stanslausu hugsanamynstri um hvort við fitnum eða grennumst.  Það hugsanamynstur – er í sjálfu sér vont, því þá erum við meira að hugsa það út frá útlitinu, og þá hvernig aðrir sjá okkur m.a. –  Hugsum þetta frekar eins og við séum að koma jafnvægi á blóðþrýstinginn.   Markmiðið er jafnvægi og góð orka.

Það er mikilvægt að koma sér í rétta „stemmingu“ – og átta sig á því að forsenda þess að við veljum það sem er okkur gott er vegna þess að við elskum okkur og veljum heilbrigði frekar en að við förum af stað með þá hugmynd að við hötum okkur og þurfum að grennast, því að við séum ekki elsku verð öðruvísi. –

Líkaminn er farartækið okkar, – ef líkaminn er hraustur og hefur orku, þá getum við notið lífsins í mun ríkara mæli en ef hann er það ekki.  Það er því okkur í hag að ná jafnvægi.

Það er gott að vakna til vitundar í jafnvægi, – sem þýðir að vegurinn að markmiðinu er jafn góður og markmiðið í sjálfu sér. Um leið og við vöknum erum við komin á rétta braut – á rétta tíðni.   Við höfum valið farveginn, og bara með ákvörðuninni erum við komin á hann. –   Næst þegar við verðum svöng, og ætlum að stinga upp í okkur kókósbollu – þá getum við spurt okkur: „Er þetta að þjóna lífsorkunni minni og mér?“ –  Var ég ekki að lesa um að sykur væri eitur – jafnvel fíkniefni?“  –  Hvað ætti ég að bjóða mér upp á sem þjónar líkamanum mínum og lífsorkunni, sem stuðlar að því að ég haldist á veginum en fari ekki útaf honum,  því ég veit að þessi vegur er minn „hamingjuvegur“ – og hamingjan er leiðin en ekki ákvörðunarstaðurinn. –

Hugsanabreyting er allt sem þarf – þegar kemur að langa í betri heilsu, jafnvægi í líkama og sál. –  Það er hugsanabreyting hvernig við hugsum til okkar sjálfra, – þykir okkur vænt um okkur sem heild, – sem líkama og sem sál. Við erum sálir og eigum líkama.  Við þurfum líkama – holdið til að eiga jarðneska tilveru.  Verum væn við okkur sjálf því við eum væn, – og ræktum okkur til fulls, – þannig að við megum vera sem heilbrigðust, ekki of né van,  hvorki með háþrýsting né lágþrýsting.

Jafnaðargeð og jafnaðarlífsorka er markmiðið,  við erum verðmæt núna – og verðmæti okkar fer ekki eftir tölum á vigt – ekki frekar en það fer eftir tölum á blóðþrýstingsmæli, eða nokkrum tölum. –

Hlúum að þessu verðmæti – með að halda heilsu, með því að elska okkur núna og með því að elska okkur tökum við ábyrgð á eigin heilsu, eigin lífsorku og það er yndislegt markmið.

Lifum heil.

Ef þú vilt fræðast meira – vilt ná andlegu og líkamlegu jafnvægi – kíktu þá á þetta námskeið HÉRNA

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s