„Allt sem þú þarft er ást“ …

„All you need is Love, Love is all you need“ ..

Þar sem við höfum tilhneygingu til að raða vitlaust, þ.e.a.s. vitum ekki alltaf hvort er á undan eggið eða hænan, – teljum við stundum að eitthvað þurfi að koma á undan ástinni.  En ástin kemur fyrst.  Hún kemur alltaf fyrst, því hún er í okkur við fæðingu, og líka fyrir fæðingu. –

Sumt fólk heldur að þegar það er orðið glatt, þá geti það farið að þakka, en það er þannig að fyrst þökkum við og síðan verðum við glöð.  Fyrsta tilfinning er þakklæti og í kjölfar þakklætis kemur gleði. –   Fyrsta tilfinning er ást og í kjölfar ástar kemur vellíðan. –

Og hvað svo? –

Hvernig fáum við þessa ást? – Eigum við að sækja hana til einhvers annars? – Er það annað fólk sem á að gefa okkur hana? –  Nei, það er okkar eigin ást sem við erum að leita eftir, eða í raun rifja upp því hún er þarna inni, stundum pinku týnd okkur, eða hulin sjónum.  Við erum betlarinn sem situr á kassanum sem er fullur af gulli, en ef við kíkjum aldrei í kassann vitum við ekki að við sitjum á gulli. –  Ást er gull. –

Hvað blokkerar sjónina? –  Jú, það er þessi trú á að við þurfum að betla og við verðum svo svakalega upptekin af því að horfa út að við lítum aldrei inn. –  „Gef mér“ ..  segjum við þegar við erum nóg í sjálfum okkur. –

Hvað þá með ástarsamband? –  Raunverulegt ástarsamband er á milli þeirra sem vita að þau eiga gullið. – Hafa opnað augun (og hjartað)  fyrir eigin fjársjóðskistu.  Annað verður alltaf gallað og verður eigingjörn og óþroskuð ást. Óþroskuð ást er eigingjörn en þroskuð ást er óeigingjörn.

Það er gott að elska, vegna þess að þá finnum við fyrir ástinni í kroppnum. –
Annað fólk getur stuðlað að því með sinni ást, að þú uppgötvir þína eigin ást, alveg eins og einhver gæti hjálpað betlaranum við að kíkja í kassann og sjá gullið. –

En það er ekki nóg að vita bara af gullinu, vita af ástinni, það þarf að upplifa hana og njóta þess sem hún gefur. –  Ef við finnum ekki eigin ást, – sem er að elska okkur og þykja vænt um okkur sjálf,  er svo margt annað sem fer úr skorðum í lífinu.  Við reiðum okkur á að aðrir haldi kassanum opnum. –

Þess meira sem við skynjum okkar eigin uppsprettu ástar, verða aðrar tilfinningar ómerkilegri og minna ráðandi í okkar lífi.  Við verðum ekki eins reið, afbrýðisöm, pirruð o.s.frv.-  þegar við finnum fyrir eigin ást, því eigin ást veldur vellíðan og hamingju og þegar við erum hamingjusöm hafa ytri aðstæður minni áhrif, þó við losnum sjaldnast við það að þau hafi áhrif. –

Ástin er vöggugjöfin sem engin/n á eða má taka frá okkur.

Ást og ábyrgð eru nátengd.  Við (fullorðin og heilbrigð) tökum ábyrgð á okkar ást.  Lítið barn elskar sig skilyrðislaust, – til að byrja með – þar til við byrjum að dæma það, og segja því hvar það sé ekki nóg.  Barn getur ekki borið fulla ábyrgð og þess vegna bera uppalendur mikla ábyrgð, – ábyrgðina á því að barnið fái að viðhalda sinni eigin ást. –   En eftir að barnið vex úr grasi, ber það ábyrgð á sér, en þá þarf það líka oft að byrja að „hreinsa sig“ af ranghugmyndum um sjálft sig og verðmæti, – sem búið að „skíta það út“ með.   Það er búið að byrgja sýn þess og það þarf að brjóta niður veggi. Veggi sem einangra það frá sjálfu sér.  Þessir veggir eru byggðir með alls konar ofbeldi, – ofbeldi orða og ofbeldi tómlætis eða ofverndunar.  Þeir eru alls konar. –

Hver er þá tilgangur þessa lífs?  Jú það hlýtur að vera þetta verkefni að rifja upp ástina.  Að muna hver við erum.

Þegar einhver segir við okkur „Ég elska þig“  án þess að vera að biðja um það sama til baka, er það sönn og þroskuð ást. –  Ef það er sagt í þeim tilgangi að fá sama svarið til baka, er það eigingjörn ást. –   Það verður að koma frá okkur, af því að okkur langar að segja það, en ekki frá okkur af því að við erum að segja það til að geðjast hinum eða hinn hugsar „Gef mér“ ..

Þetta er súpereinfalt og súperflókið. –

Þegar við segjum „Ég elska sólina“ –  þá vitum við að hún svarar ekki með orðum, hún elskar okkur með að skína á okkur og hún hefur ekki farið fram á nein orð af okkar hálfu.  En okkur langar samt að segja það. –  Sama gildir um rigninguna, – eða hvað sem er.

Ástin er okkar eigin.  Hún þarf góðar aðstæður til að dafna, – eins og við sjálf. Það er áskorun að elska áfram, að loka ekki á ástina, þegar aðrir geta ekki elskað  okkur.  En missum aldrei trú á ástinni, – ekki frekar en okkur sjálfum. –

ÁST …

249106_10150991795971001_1629834884_n

 

 

2 hugrenningar um “„Allt sem þú þarft er ást“ …

  1. mjög goð grein 🙂

    Þann 21. september 2014 kl. 08:09 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

  2. Hæ .. Mig langaði að ÞAKKA þér fyrir að gera þessa vinnu sem þù gerir. ( ì miklum alvarleika sagt ) þù, með þessum greinum þìnum, ert bùin að bjarga, lìfi mìnu, àstarsambandi mìnu við konuna sem ber hinn hringinn, velferð barnanna (4 stikki) öryggi þeirra og gleði .. Èg þekki þig ekkert en Takk fyrir þig og á minn hátt elska èg vinnuna þìna !! Og já eg vill ekki svar, eigðu þetta fyrir þigTAKK AFTUR !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s