Í góðu sambandi eruð þið bæði „innan hrings“ …

Það er kannski ekki tilviljun að hringar eru settir upp þegar fólk trúlofast, og/eða giftist. Hringur er tákn þess sem ekki er rofið.  Traust er ekki rofið.  Hringurinn heldur utan um tvo einstaklinga og þessir einstaklingar dvelja saman í hringnum. –

Það skiptir ekki máli hvort stendur hægra megin eða vinstra megin, – bara að það sé „innan hrings“ …

Ég heyrði einu sinni frásögu af presti, sem var að gifta. – Brúðarparið kom upp að grátunum –  þau höfðu víxlað þannig að hann stóð vinstra megin en hún hægri, en skv. seremóníunni átti það að vera öfugt. –  Presturinn beygði sig varlega að brúðgumanum og hvíslaði: „Hinum megin“ ..  Brúðguminn, sem var ekki alveg með á nótunum,  klofaði yfir gráðurnar til prestsins.  Mér er sagt að þetta sé sönn saga.  Og hún flokkast undir „prestabrandara“ – en það er pinku alvarleiki yfir henni,  þegar við hugsum út í það að þarna er komin „girðing“ milli parsins. –

Hvað ef að það táknar – að setja upp hringa m.a. að par lofar hvort öðru trausti? –  Hvað liggur í orðinu „Trú-lofun?“ – Jú „Traust-lofun“ –  Við lofum trausti.  Hringurinn er því loforð um hring og standa bæði „innan hrings.“ –

Hvað ef að það kemur tælandi rödd og hvíslar að öðrum aðilanum „komdu hinum megin“ – og án þess að hugsa lætur þessi aðili tæla sig út úr hringnum? – Nú eða bara hefur ekki meiri trú á sambandinu en að hann fer út úr því – fer yfir traustsgirðinguna? –

Hann hefur rofið sambandið, – rofið eiðinn um trúnað. –

Sá eða sú sem stendur eftir inní hringnum er sár, en stundum verður sársaukinn svo mikill að viðkomandi byrjar að ljúga að sér, – og segja jafnvel að makinn sé inní hringnum.  Trúnaðarbrestur er nefnilega það vondur að lygin er mildari en sannleikurinn.  En svo dembist hann yfir eins og köld sturta, eða bara heill foss og ef ekki er vaknað þá, þá – þegar við stöndum orðið ein eftir inní hringnum, –  þá förum við að meiða okkur. Brjóta á eigin trausti, eigin hjarta.

Gott hjónaband eða góð trúlofun gerist ekki utan hrings.

Ef að makinn þarf stanslaust að vera að „bregða sér í burtu“ – eða yfir .. þá er hringurinn brostinn.  Það þarf ekki gull eða silfurhringa,  til að vera í sambandi.  Það þarf hring traustsins. –  Hringarnir eru táknrænir fyrir traust samband.

Þeir verða meira og meira óekta í hvert skipti sem hoggið er í heiðarleiikann, hoggið er í traustið, hoggið er í virðinguna –  og verst af öllu þegar það kemur í ljós að ástin er ekki til staðar.   Ást makans til þín,  ást makans til sín og  ást þín til þín.

Þessi hugleiðing er sprottin af meðfylgjandi mynd.  En það er alltaf gott að vita að sá eða sú sem helst ekki innan hrings, er í vanlíðan – skorti, og leitar þess vegna „út fyrir hring.“ –   Það er ekki þú – það er oftast sá sem fer sem er að leita að sjálfum sér, en í leitinni er hann í raun að flýja sjálfan sig.

Heiðarleiki við sjálfan sig er mikilvægastur, hvað ef að hjónabandið /sambandið er þannig að þið eruð bæði utan hrings?   Þá er sambandið tómt.

abstract leaves black and white color illustrator

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s