„Amma mín – ég er á námskeiði að læra að elska sjálfa mig!“ sagði unglingurinn við ömmu sína sem var komin á níræðisaldur. – Amman setti í brýrnar – leit á sonardóttur sína og sagði svo með miklum þunga; – „Í guðanna bænum, forðaðu þér af þessu námskeiði áður en þú hlýtur verra af.“ –
Auðvitað var amman með aðra hugmynd um það hvað var að elska sig, heldur en barnabarnið hennar. Við erum logandi hrædd við að teljast sjálfselsk eða það sem við köllum eigingjörn í daglegu tali. Það verður oft til þess að við gerum lítið úr sjálfum okkur, – „Hver þykist ég vera“ er algengt sjálfstal, ef við erum að fara einhvern minna troðinn slóða en aðrir hafa farið, – eða ef að sviðsljósinu er beint að okkur.
Við drögum nefnilega oft úr okkur – frekar en að „peppa“ okkur. –
Það er enginn að biðja okkur um að vera eigingjörn, – bara að elska okkur JAFNT og náungann. Ekki meira og ekki minna. En reyndin er að í flestum tilfellum, erum við verri við okkur sjálf en náungann. Það kemur fram í innra sjálfstali. „Þú ert nú meira fíflið“ er e.t.v. það sem við segjum eitthvað þegar okkur mistekst, – myndum við segja það við einhvern sem við elskum? – Eða hvað varðar útlitð? „Sjá þig þarna fitubollan þín?“ eða „Hvað er eiginlega að þér, – þú gerir aldrei neitt nógu _____“ Það kannast eflaust flestir við niðurrifsröddina, – og það sem gerist þegar við förum að elska okkur, við förum að taka ábyrgð á okkar heilsu og hamingju, og ef við ætlum að vera hraust og hamingjusöm, þá að sjálfsögðu notum við ekki neikvætt sjálfstal í okkar garð.
Svo ekki óttast það að elska þig, – þú ert ástar þinnar virði!
Það er eitthvað í egóinu okkar sem er að segja að við getum ekki uppfyllt okkar lífstilgang- og að við séum aldrei tilbúin að gera þetta eða hitt, og það gerir það að verkum að við setjum innri hindranir. Ef við gerum það ekki fullkomlega sem við erum að fara að gera, þá sleppum við því frekar, því við óttumst viðbrögðin ef það er ekki nógu gott. Samt vitum við að æfingin skapar meistarann.
Meistaraverkið verður ekki til á einum sólarhing – eða sjalfdnast. Það þróast, skref fyrir skref, alveg eins og við komumst skref fyrir skref á fjallstindinn. – Hvannadalshnjúkur er ekki genginn í einu skrefi. Fyrst er tekin ákvörðun um að ganga, – ef við erum í lélegu formi í upphafi byrjum við að styrkja okkur, síðan þegar við höfum komiið upp styrk, þá finnum við hóp og leiðsögumann til að ganga með og síðan – einhvern tímann klárum við gönguna og komumst á toppinn! .. Það hefst allt með ákvörðun. Markmiðið þarf ekki að vera Hvannadalshnjúkur, – það getur verið minna fjall. Það getur líka verið bók, það geta verið ákveinn kílóafjöldi sem þarf að losna við, til að vera ekki í hættulegri þyngd, það getur verið hvaða markmið sem er, en allt hefst það með ákvörðun, síðan litlum skrefum sem stækka eftir því sem við styrkjumst!
Þegar við elskum sjálf okkur, elskum við náungann um leið. – Við eigum yfirleitt einhvern í kringum okkur, og stundum marga, sem elska okkur það mikið að þau óska okkur að vera glöð – óska okkur að ná markmiðum okkar o.s.frv. – Ef við eigum erfitt með að hugsa að við séum að elska okkur fyrir okkur, – ef við erum föst í því að við séum eigingjörn, þá getum við snúið aðeins á hugann og hugsað að það sem við séum að gera sé fyrir aðra. – Já, eins og við setjum súrefnisgrímuna í flugvélinni á okkur til að geta síðan hjálpað barni.
Af einhverjum orsökum finnst okkur réttlætanlegt að elska aðra, en ekki okkur sjálf. Fussum svei, að fara nú að elska sjálfa/n sig, það er auðvitað stórhættulegt, eins og kom fram hjá ömmunni hér í upphafi! ..
Þegar við komumst yfir þennan ótta við að elska okkur sjálf og áttum okkur á því að tilgangur okkar er m.a. að elska náungann og vera honum ljós, – þá skiljum við að það að elska okkur sjálf er það sem þjónar náunganum og lífinu best. Það að elska okkur er ekki okkar einkamál, – við erum að gera það fyrir aðra líka.
Við getum ekki gefið ef við erum súrefnislaus sjálf.
Það að elska sig, eins og náungann, er því náunganum í hag, – það er „win – win“
true.
Þann 6. október 2014 kl. 09:14 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,