Hamingjuformúlan er í lagi Páls Óskars: „Betra líf“

Ég horfði á góðan fyrirlestur á Ted.com í morgun, – um hamingjuna og þakklætið, einskonar hamingjuformúlu. –  Þá áttaði ég mig á tengingunni í textann hans Páls Óskars í laginu: „Betra líf“ –  og langar að deila því með ykkur.

„Svo lít ég bara í kringum mig og sé
Alla þessa fegurð nærri mér
Ég tók því sem gefnu
En staldraði aðeins við
Ég er á réttum tíma á réttum stað
Hverjum get ég þakkað fyrir það?
Ég opnaði augun
Og hjartað…“

Hamingja og þakklæti eru óaðskiljanleg – en það margir hafa verið að sýna fram á er að það er þakklætið sem skapar hamingjuna en ekki öfugt. –

Hver er þá aðferðafræðin við að upplifa þakklætið? —

Ég staldra við, á réttum tíma á réttum stað (nýt stundarinnar) – ég opna augun og hjartað, lít kringum mig og sé, alla þessa fegurð kringum mig,  tók því sem gefnu (án þess að þakka) – en fór að þakka.  Opnaði augun og hjartað … og fann betra líf (hamingjuna)

Við tökum einhverju sem gefnu, – þýðir að það er gefið en við þökkum ekki fyrir það.  Andstæðan við að þakka fyrir er vanþakklæti. –

Hvað er það sem er gefið – og við tökum sem gefnu?

  • Lífið
  • andardrátturinn
  • vatnið
  • súrefnið
  • líkaminn
  • fjölskyldan
  • náttúran
  • fjöllin
  • skýin
  • …..

Þessi listi getur auðvitað orðið endalaus, –  en við áttum okkur oft ekki á ríkidæmi okkar og öllum gjöfunum sem við fáum á hverri stundu, – ef við hinkrum ekki við, opnum augun og tökum með þakklátu hjarta á móti þeim.

En það er meira.  Hvað fáum við á hverri stundu? – Þegar við stöldrum við í stundinni? –

Við fáum tækifæri – en ný tækifæri berast okkur á hverri stundu.  Þó við missum af einum strætó,  þá er það þannig að tækifærisstrætó hættir seint að ganga. –  Það liggja mismunandi tækifæri í hverju andartaki, – við höfum tækifæri til  að taka ákvörðun, til að velja. –

„Fann á ný betra líf
Af því ég fór loks að trúa því
Að það væri eitthvað annað
Eitthvað meir og miklu stærra“

Það er „eitthvað annað“ – sem er lífsfyllingin okkar.  Það sem fyllir tóma tilfinningapoka.

Þegar við upplifum að við séum tóm, við upplifum tilfinningu að eitthvað vanti, – þá er það þetta „eitthvað annað“  og kannski er þetta „eitthvað annað“  tenging við hið heilaga í okkur sjálfum.  Við okkar eigið ljós? ..

Við fyllum ekki á það með mat, með áfengi, með vinnu, með öðru fólki.

Við þökkum það sem við áður tókum gefnu, þessum endalausu gjöfum sem hellast yfir okkur á hverri stundu, sem við þurfum bara að staldra við til að þiggja, og taka á móti. Taka á móti lífinu, taka á móti tækifærum lífsins, og þakka þessar gjafir.

Þá verðum við rík og hamingjusöm og eignumst betra líf, – eitthað meir og miklu stærra, en allt sem er. 

Þakklátur heimur verður glaðari heimur, heimur sem kann að njóta gjafanna, sem eru gefnar á hverri stundu, hverju andartaki. –  ❤

TAKK FYRIR PÁLL ÓSKAR ..

TAKK FYRIR DAVID STEINDL RAST

 

Ein hugrenning um “Hamingjuformúlan er í lagi Páls Óskars: „Betra líf“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s