Hvað ef að Edison hefði falið uppfinningu sína? …

„Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu.“  Mt. 5:15

Ég vitna oft í ritningargeinina hér að ofan sem er fengin að láni úr Matteusarguðspjalli Biblíunnar. –

Ég geri það þegar ég er að hvetja fólk til að koma út úr skápnum sem það sjálft, og láta ljós sitt skína.  Það er nefnilega ekki bara fyrir það sjálft,  heldur fyrir aðra líka.  –

Það er hægt að taka þetta bókstaflega með Edison, – þann sem á spjöldum sögunnar fann upp ljósaperuna.  Gott að hann lét ljós sitt skína og sagði frá því! –

Það er mikilvægt að bæði konur og karlar,  stelpur og strákar – geti látið ljós sitt skína án þess að þau séu rekin til baka með athugasemdum eins og „Hvað þykist þú vera?“ –  eða þá að þau hugsi svona um sig sjálf.   „Hvað þykist ég vera?“

Gott að Edison hugsaði ekki svoleiðis, og gott að hún Marie Curie hugsaði ekki svoleiðis og fleiri uppfinningamenn.  Nú gott líka að Jesús hugsaði ekki svoleiðis, en margir reyndu nú að segja: „Hver þykist þú vera?“

Já, – leyfum okkur að skína, og leyfum ljósi okkar að skína. –

Hvert og eitt okkar er perla, í perlufesti lífsins,  – þess fleiri skínandi perlur,  þess fallegra verður mannlífið.

Verum ljós og gefum ljós. 

junglewomanhologram3

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s