„Mig dauðlangar að vera ég“ …..

Eftirfarandi pistill er að mestu fenginn að láni hjá Anita Moorjani, en hún gekk í gegnum það sem er kallað „NDE“ eða Near Death Experience,  var við dauðans dyr – og kom til baka með nýja sýn á lífið.  Bókin hennar heitir því „Dying to be me“  .. sem er orðaleikur á ensku, en við tölum um það líka á Íslandi að okkur „dauðlangi“ eitthvað, eða „mig langar svo mikið að ég er alveg að deyja.“ –  Hún er eiginlega að segja að hún hafi þurft að deyja (og koma til baka) til að vera hún sjálf.

Anita brýtur niður ansi margt sem kennt er í sjálfshjálpargeiranum – en ég er fyrsta manneskjan til að skoða það að enginn sannleikur er endanlegur og um að gera að skoða hennar hugmyndir og er ég bara nokkuð sammála þessu. –

Hér eru fjórar mýtur eða ranghugmyndir að mati Anita Moorjani  – mýtur sem margir líta á sem sannleika, – og gætu haldið aftur af okkur við að lifa lífinu til fulls.

Mýta #1:  Það er eigingirni að elska sig:  Til að eyða þessari mýtu, hvernig væri að skoða andhverfuna?   Hvernig lítur það út ef við hvorki elskum okkur né virðum? Við upplifum að við séum einskis virði, eigum ekkert gott skilið og erum óverðug ástar.  Manneskjan  verður þurfandi – hún upplifir að hún sé með tómarúm sem hún heldur að aðeins aðrir geti fyllt á – af því að það er búið að telja henni trú að það sé eigingirni að fylla á það sjálf.  Þegar við erum að fylla á tómið sjálf erum við að elska okkur.

Anita Moorjani segir að svona hafi hún verið áður, vegna þess að hún þurfti viðurkenningu annarra til að upplifa sig verðmæta.  Nú hefur hún tekið eftir að þegar fólk elskar sig sjálft,  þart það ekki þessa viðurkenningu annarra til að vera það sjálft.  Í staðinn getur það komið fram sem fólk sem hefur náð að tengjast sjálfu sér og gleði sinni, – fólk sem aðrir vilja umgangast – í stað þess að vera þessi þurfandi einstaklingur, með holrými sem þarf utanaðkomandi áfyllingu.

Ath!  Meðvirkni verður til þegar við reynum að fá frá öðrum það sem við höldum að við höfum ekki sjálf.   (Það er s.s. allt í hausnum).  Lausnin frá meðvirkni felst m.a. í því að læra að elska sig! 

Mýta #2: Að elska sjálfa/sig þýðir að við þurfum að vera í stöðugri sjálfsrækt, sem gæti orðið kostnaðarsöm:  Margir halda að það að elska sig og virða felist einfaldlega í því að taka frá tíma í annars annasamri dagskrá, til dæmist til að hugleiða, finna ilminn af blómunum, fara í  handsnyrtingu, klippingu eða fara í nudd –  í grunninn sé það að eyða peningum í okkur sjálf og gefa okkur gjafir.  Fólk segir: „Ég hlýt að elska mig nú þegar, vegna þess að ég er alltaf að gera eitthvað svona fyrir mig.  En samt er líf mitt ekki að ganga upp!“

Þrátt fyrir að það sé mikilvægt að taka frá tíma fyrir okkur sjálf,  til þessara hluta ef þeir færa okkur ánægju, en það sem sjálfs-ástin þýðir í raun:  Það þýðir að elska sjálfa/n sig þrátt fyrir að misstíga sig.  Jafnvel þegar við erum langt niðri og líður eins og við eigum ekkert eftir. Jafnvel þó að okkur finnist gjörsamlega allir á móti okkur og skilji okkur ekki. Við þurfum að geta horfst í augu við okkur sjálf, og segja „Sama hvað hver segir, ég ætla ekki að bregðast mér, eða flýja sjálfa/n mig.  Ég mun standa með mér.“ 

Mýta #3: Að elska okkur,  þýðir að afneita veikleikum okkar.  Margir trúa því að það að elska sig, þýði að við eigum að afneita því sem virðast veikleikar okkar og bara tala við sig með staðfestingum.  Það er þó ekki málið.  Það er ekki gert með því að stunda stöðugt sjálfshól, að tala okkur upp og að segja okkur sjálfum hversu æðisleg við erum. Það er um það að elska hin RAUNVERULEGU okkur! –  Það er það að elska hin mennsku „okkur.“  „Okkur“  sem stundum völdum öðrum vonbrigðum, sem verðum viðkvæm við gagnrýni o.fl.  Það er um það að skuldbindast sjálfum okkur – um að við munum standa með „okkur,“ – jafnvel þótt enginn annar geri það.  Það er það sem „að elska okkur“ þýðir.

Þetta kallast á við „Mátt berskjöldunar“ – það að þora að vera við sjálf og ófullkomin og SAMT elska okkur og standa með okkur,  þar til dauðinn að skilur!  ..

Mýta #4: Það er mikilvægt að vera alltaf jákvæð, sama hvað á bjátar.   Þó það sé ekki slæmt að hafa jákvætt lífsviðhorf, – hefur Anita komist að því að sumir sem lesa bækur sem mæla með jákvæðum hugarfari, og hvernig hugsanir skapa raunveuleika okkar, – fara að hræðast það að hugsa neikvæðar hugsanir.  Í hvert skipti sem Anita upplifði tilfinningu hræðslu eða óöryggis, afneitaði hún tilfinningunni, bældi hana og ýtti í burtu – þar sem hún trúið að hún gæti orðið að veruleika.  Það var ekki fyrr en hún hafði nær dáið úr krabbameini, að hún skildi að hún hafði verið að bæla of margar hugsanir og tilfinningar, af ótta við að vera neikvæð, og að setja „neikvæðar hugsanir“ út í andrúmsloftið.  Þessi bæling bætti bara í veikindi hennar. Þá gerði hún sér grein fyrir að það vour ekki hugsanir hennar sem sköpuðu raunveruleika hennar, heldur tilfinningar hennar í eigin garð.  Það er; þess meira sem hún elskaði sig þess betri varð umheimurinn. Þess meira sem hún elskaði sig og virti, þess meira af jákvæðum hlutum leyfði hún að koma inn í líf sitt.  Þess minna sem hún elskaði sig, þess minna fannst henni hún eiga skilið af jákvæðum hlutum í líf sitt.

Ef við bælum stöðugt vissar tilfinningar og innra með okkur, dæmandi þær sem „neikvæðar“ og neyðum okkur til að eiga fleiri jákvæðar hugsanir, eru skilaboðin sem við erum að senda sjálfum okkur: „Hugsanir mínar eru rangar og ég ætti ekki að hafa þær“ Með því erum við að afneita okkur – og tilfinningum okkar.  Þetta er ekki kærleiksrík hegðun í eigin garð, og jafnframt er það ekki gott að hafa allar þessar tilfinningar læstar inni.  Hún hefur komist að því – að það sé mikilvægara að vera hún sjálf, en að vera jákvæð.  Það sem hefst af því er að þegar hún er jákvæð, er það einlægt og ekta.

10389999_786286368083030_1179768191775060625_n

Hér er hún að segja að við eigum að taka á móti öllum tilfinningum og sleppa þeim út, svo þær festist ekki inni og geri okkur veik.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s