Ertu háð/ur drama? …

Ég var að lesa játningu konu sem sagði að það erfiðasta í hennar lífi væri „to let go of her addiction to drama“ …

Það vakti áhuga minn.  Margir eru háðir áfengi, aðrir sykri, enn aðrir ólöglegum fíkniefnum,  – háðir facebook 🙂 –  o.s.frv.  en hversu margir eru háðir drama? –

Skapar fólk sitt eigið?   Ómeðvitað?

Hvað ef hlutirnir eru farnir að ganga vel,  hvaða hugsun kemur upp í huga margra?  „Ó, nú er allt búið að ganga svo vel,  það hlýtur eitthvað að fara að gerast!!?“ ..  Jú, margir eru nefnilega hræddir við gleðina og vilja vera leikstjórar lífsins, – og stöðva þá þennan flæðandi straum sem veldur gleði, – í stjórnsemi sinni – og úr verður drama.  Stór hluti hindrana í okkar lífi eru sjálfskapaðar og kannski ágætt að spyrja sig, hverjar eru ytri hindranir sem við getum ekki ráðið við, og hverjar eru þær innri sem við jafnvel sköpum?

Annað:   Af hverju selja vondar fyrirsagnir betur en góðar?  

Já kannski er til fólk sem er hreinlega háð drama!

A%20story%20quicksand6556

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s