Allt er eins og það á að vera – og samt ekki! …

Ég hef endalaust gaman af því að spekúlera í þessu;  „Allt er eins og það á að vera?“  sem er eflaust í anda þess sem Eckhart Tolle talar um þegar hann segir að við eigum að samþykkja það sem er, eða að lifa í sátt við Núið. –  Jafnvel eins og við hefðum valið það. –

Fólk gæti fussað og sveiað,  og sagt:  „Ég valdi mér sko ekkert þennan sársauka“ – „Ég valdi mér ekki missinn“ – „Ég valdi mér ekki foreldra“ og svo má lengi telja.

Við getum nú tekið stað sem við eigum öll sameiginlegan,  en það er jörðin.  Við höfum ekki val um jörðina eða mars,  því jörðin er eini hnötturinn sem er í boði fyrir okkur.   Við getum jú valið líf eða dauða.   Dauðinn er eini valkosturinn fyrir utan lífið.  Hvort veljum við líf eða dauða? –   Flestir velja lífið.  En mjög margir eru ósáttir við lífið og hugsa mikið um útgönguleiðina.  –  Það er dæmi um það að lifa ekki í sátt við það sem er og samþykkja þar af leiðandi ekki sjálfa sig, aðstæður og lífið.

Hvort er betra að lifa í sátt eða ósátt við sjálfan sig og lífið?   Við hljótum að svara því að betra sé að lifa í sátt.   Þannig skýrist þetta af sjálfu sér mikilvægi þess að samþykkja augnablikið.

Góð er dæmisagan um manninn sem varð bensínlaus, og hann gat ekki sætt sig við það – og afneitaði því með því að líma broskall yfir bensínmælinn.  Hann sat lengi vel en komst auðvitað ekki fet á bensínlausum bílnum.   Hann viðurkenndi ekki vandamálið og þar af leiðandi samþykkti hann það ekki.   Þegar hann hafði setið dágóða stund, viðurkenndi hann að broskallinn dugaði ekki til,  þá fór hann að berja sig niður fyrir að hafa ekki fylgst með mælinum,  fyrir að hafa ekki stoppað á síðustu bensínstöð.  Hann sat drykklanga stund og býsnaðist –  fór síðan að pæla í því að ef að konan hans hefði ekki verið að rífast í honum áður en hann fór af stað hefði hann verið betur vakandi og ekki verið að hugsa svona mikið um hvað þau ættu erfitt.  En hann hugsaði og hugsaði – pældi mikið í því hvað konan hans væri ómöguleg, og líklegast væri bensínleysið bara henni að kenna.

Þrátt fyrir allar þessar hugsanir – komst maðurinn ekki af stað.

Broskall – sökudólgur – sjálfsniðurtal … alltaf sat hann fastur,  bensínlaus á þjóðveginum.    Hvernig væri að viðurkenna aðstæður?  Sætta sig við þær,  hvað var málið – raunverulega?    Jú, bíllinn var bensínlaus.  Púnktur.  Það var staðreynd.

Hvað gat maðurinn gert.   Þarna þurfti hann ekki að leggjast í orsakavinnu, – að finna  „rætur“ þessa bensínleysis,    heldur að annað hvort hringja eftir hjálp eða fara sjálfur eftir bensínbrúsa til að bæta á bílinn.

Ef við erum lengi föst í því að segja „þetta á ekki að vera svona“ –  en gerum ekkert í því,  jú nema að leita að sökudólgum eða berja okkur niður,  þá höldum við áfram að vera föst.

Það er því mikilvægt að viðurkenna það sem er,  lifa sátt við það sem er,  því úr jarðvegi sáttar sprettur nýr vöxtur og teygir sig til himins.

eckhart-tolle-quote

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s