Hamingjan er hversdagurinn
ekki fjallstopparnir
því þeir verða aldrei nógu margir
til að viðhalda hamingjunni
Hamingjan er leiðin
ekki fjarlægur áfangastaður
Hamingjan er í dag
Ekki hinum megin við girðinguna
Það þarf ekki að sækja hana
Vegna þess að hún er heima
Og heima er ekki hús
heldur þar sem hjartað er
En spurningin er:
Ert þú heima?
Október 2014 – Jóhanna Magnúsdóttir