Sól-HEIM-ar

Þann 23. nóvember sl. flutti ég á Sólheima í Grímsnesi, en þann 4. nóvember hafði ég skrifað undir ráðningarsamning um starf forstöðumanns félagsþjónustu, – þessi starfstitill er svo stór og langur að ég á eftir að finna einhverja góða styttingu.  Heimilisfólkið er með þetta á tæru og segir að ég sé forstöðukona, og ég er bara hrifin af því. Sumir segja að menn séu konur, en samt tölum við aldrei um ófrískan mann. –  En heitið á starfi mínu er auðvitað algjört aukaatriði, það er innihaldið sem skiptir máli.

(Smá um töluna 444 – en ég hef gaman að „númeralógíu“ eða pælingum í sambandi við tölur. – Ég nefnilega skrifaði undir samninginn 4. nóvember,  gisti svo í herbergi í Brekkukoti – sem er gistihús á staðnum númer 4 og morguninn eftir, hugsaði ég með mér, „hvar er nú þriðji fjarkinn?“ – Þegar ég var að ganga inn í gamla Sólheimahúsið, upplýsti sr. Birgir Thomsen mig um það að Sesselja hefði flutt inn í kjallarann á húsinu 4. nóvember 1930, – gamanaðessu, en þetta var útúrdúr). 

Mér finnst ég himin og heiminn höndum hafa tekið,  með að „lenda“ hér á Sólheimum. Nándin við náttúruna er mér mikilvæg, kyrrðin er yndisleg og síðast en ekki síst er ég hrifin af heimilisfólki (ég lærði það á fyrstu dögum að hér er fólk að sjálfsögðu ekki vistmenn eða vistfólk, – því þetta er heimli en ekki stofnun!).

Starfsfólk er að sjálfsögðu heimilisfólk hér líka, – hér býr fullt af fólki fastri búsetu og sumir búa aðra hvora viku, svo það þýðir auðvitað að þau búa hér næstum hálft árið! –

Umhverfið er dásamlegt, og hugmyndafræðin góð.  Hér, eins og annars staðar mætti kannski bæta samskipti – það er að segja þessi mannlegu, – því við getum í raun alltaf bætt þau.  – Það er sama hvert litið er, í fyrirtæki eða heimili, oftast eru það samskiptin sem fólk þarf að skoða. Upplýsingaflæði og samskipti, það er víst það sem oft skortir. Það er svo mikilvægt að geta starfað og búið í sátt og samlyndi.    Við t.d. getum eiginlega ekki ætlast til þess að stríðið hætti í heiminum, fyrr en við erum búin að semja frið heima hjá okkur, nú eða við okkur sjálf.

10708620_10204534098006208_4729771913170074469_o

Eins og ég sagði í upphafi, þá flutti ég hingað 23. nóvember þannig að bráðum er kominn mánuður.  Ég gæti ekki verið ánægðari með móttökurnar!  Fyrsta kvöldið mitt hér var bankað á dyr og þar stóðu nágrannar mínir, Birgir og Erla Thomsen með bakka með bývaxkerti, þremur rauðvínsglösum, nachos og salti. (Nachos var táknrænt fyrir brauð) en það er sko mikilvægt að salt og brauð sé eitt af því fyrsta sem maður flytur inn á nýtt heimili!   Hér er aragrúi af frjóu og skemmtilegu starfsfólki og mjög mikill vilji til að gera góðan stað að betri stað.

10862496_10204576032694549_6537747333479534881_o (1)

Það þykir mér einstaklega spennandi, að vinna í kjarnanum – andanum – sem skiptir svo miklu máli.  Frá því ég flutti hefur félagslífið mitt vaxið um 100%.

Jólastund í kirkjuskóla – Litlu jólin þar við snæddum hangikjöt í boði Lionsklúbbsins Ægis og vorum með jólaskemmtun þar sem enginn annar er Ómar Ragnarsson mætti á svæðið! Þess naut ég með sonardótturinni, Evu Rós, sem var alsæl líka með að fá að dýfa kerti í kertasmiðjunni!

10847370_10204529162042812_7660122084441943495_o

Héðan fóru um eitthundraðmanns á jólahlaðborð á Geysi,  þar sem var dansað – hvort sem fólk var á fótum eða í hjólastól. – Starfsmenn voru með rólega kvöldstund þar sem hver kom með sitt á borðið, og rætt var saman við arineld.  Kaffihúsastemmingin er í Grænu könnunni og jólamarkaður.   Ég gleymi örugglega einverju, en mér hefur ekki leiðst hér eina mínútu síðan ég flutti í yndislegt parhús og það í Upphæðum, hvorki meira né minna. –

10847175_10204576068055433_3791867580732915550_o (1)

Það er mikið að gera og í mörg horn að líta á stóru HEIM-ili.  –

Ég var svo lánsöm að þessi fyrstu skref í starfi var hér að störfum bæði yndisleg og klár kona, hún Svaný – eða Svanhildur Kristjánsson einhverfusérfræðingur, m.meiru og hef ég verið að læra af henni.  Ég var búin að minnast á nágrannana Erlu og Birgir, en hér i nokkurra skrefa fjarlægð býr Reynir Pétur sem safnaði stórfé m.a. til að byggja íþrótta-leikhús á Sólheimum og síðan er það hún Hólmfríður Árnadóttir, talmeinafræðingur sem hefur reist sér hús á svæðinu og er ég búin að vera tvisvar í kvöldmat með henni og Svaný, – og varla má á milli sjá hvor er dásamlegri.

Já, mikið af góðu fólki – og vel að hlutum staðið.  Fæ góðan stuðning frá framkvæmdastjóranum og stjórnarformanni, en þeir eru víst skyldir 🙂    Bíllinn minn festist í skafli og þá kom viðhaldsdeildin eins og kölluð og losaði.  Ekki slæmt að eiga viðhöld í kippum 🙂 …

Já, – best að fara að ljúka þessum pistli. – En ég þurfti að skreppa til læknis í gær, – og í rannsóknir, og vona að það verði nú allt í lagi með mig, hugleiði meira ljós í frumurnar mínar. – Ég varði því föstudeginum í ys og þys borgarinnar og í föstudagtraffíkinni en komst af stað upp Ártúnsbrekkuna um fjögurleytið. –  Það var fín færðin yfir heiðina en smá skafrenningur frá Biskupstunganbrautinni, en svo kom ég HEIM,  og vá hvað það er mikið HEIM.   Það er SVO fallegt hérna þar sem látlaus hvít jólaljós eru ráðandi og snjórinn hylur jörð.  Mér hefur sjaldan liðið eins mikið heim og hér. –

Ég hlakka mikið til að fá fleiri heimsóknir, – og óska fleirum að njóta þess sem þetta umhverfi hefur upp á að bjóða. –

Eigum frið heima sem að heiman.

10273131_10204576023054308_7595090076525991407_o

Ein hugrenning um “Sól-HEIM-ar

  1. Kæra Jóhanna,
    Ég veit að þú ert ljósið sem Sólheimar munu njóta næstu árin.
    Gangi þér allt í haginn og góðan bata, ég lærði mikið af að vera með þér þennan stutta tíma.
    kær kvedja Svanhildur (Svaný)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s