Þegar ég fékk mitt eigið rými til að starfa í hjá Lausninni, fjölskyldumiðstöð – þar sem ég starfaði áður, – ákvað ég að hafa þemað grænt og bleikt. Það eru svolítið litirnir mínir – svipað og rósamyndin hér í hausnum á blogginu. –
Ég fór í Europris (blessuð sé minning þess) og sá þar teppi, eða það var pakkað saman og sá að í mynstrinu voru litirnir bleikur og grænn – og að vísu eitthvað grátt í því líka. Ég ætlaði að hafa teppið sem yfirbreiðslu fyrir fólk, ef því væri kalt.
Þegar ég opnaði teppið – kom í ljós að á þvi var rós, fiðrildi og áritunin:
„Love is the beauty of the soul, bears all things, believes all things.“ –
Mér þótti (og þykir enn) þetta svo fallegt að ég notaði teppið sem veggteppi og flutti það svo með mér á skrifstofuna sem ég opnaði í Borgarnesi.-
Ég pakkaði því niður í nóvember, þegar ég lokaði skrifstofunni og nú er það í húsinu mína á Sólheimum. –
Í gærkvöldi fór ég að sjá þá mögnuðu mynd „Interstellar“ sem hitti beint í mark hjá minni, og þar sem ég var komin upp í rúm í kvöld, – fór ég að hugsa um myndina og skilaboðin. Hugsaði hvort það væru svona skilaboð sem við værum að fá, en tækjum kannski ekki eftir. Í því var mér litið upp og til vinstri – og þar var teppið mitt sem ég er búin að hengja fyrir svefnherbergisgluggann – svona bráðabirgða – og kannski ekki. –
“Love is the one thing that transcends time and space“ – (úr Interstellar).
thanks for sharing.:)