Ef mér finnst eitthvað leiðinlegt þá ER það leiðinlegt – það getur enginn sagt mér neitt annað. Ef ég heyri lag og finnst það skemmtillegt þá er það skemmtilegt. Allt sem við upplifum er okkar raunveruleiki.
Þegar einhver segir „Mér er illlt“ og annar segir „Þér er ekkert illt“ – hverjum áttu að trúa?
Þetta er oft sagt við börn sem fara að gráta þegar þau meiða sig, – „þú meiddir þig ekki neitt“ – og þau verða alveg ringluð, finna til en er sagt að þau finni ekki til af aðila sem þau e.t.v. treysta mest í heiminum eins og pabba eða mömmu. Það brenglar upplifun þeirra.
Ef mikið er gert að því að gera lítið úr tilfinningum og skoðunum, þá hættir fólk að þora að segja það sem þeim finnst. –
Ekki skammast okkar fyrir að hafa gaman af því sem okkur finnst gaman af! – Þó einhver segi að eitthvað sé leiðinlegt eða halllærislegt, þarf ekki að vera að okkur þyki það.
Svo heppilega vill til að við höfum misjafnan smekk og skoðanir, og leyfum okkur að hafa hann. –
Eitt sem við þurfum sérlega að gæta að er að fólki sem líður illla segir oft leiðinlega hluti – jafnvel við aðra, og er þá að varpa sinni vanlíðan á náungann í raun. – Þá er þetta fólk að lýsa sinni upplifun og sínum smekk og jafnvel sinni vanlíðan og það hefur nákvæmlega ekkert með okkur að gera. –
Ef að fegurðin er í auga sjáandans hlýtur ljótleikinn að vera það líka. Það er því mikilvægt að fara varlega í að taka hluti persónulega, dómharka kemur frá dómurum og mildir dómarar fella milda dóma og harðir dómarar fella harða dóma. Það fer ekki eftir því hvort þú er harður eða mildur. –
Það sem þessi domari segir um þig er hans eigin rauveruleiki ekki þinn. – Svo ekki taka því persónulega. Ekki láta hrós stíga þér til höfuðs og ekki láta gagnrýni hafa áhrif á hjartað. –