Að finna sér tilgang og tækifæri

Það er okkur mannfólkinu mikilvægt að það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman.  Stundum er býsna djúpt á tilganginum.  Til dæmis hristi ég hausinn þegar ég hugsa til langveikra barna.  Ég á erfiðast með að sjá nokkurn tilgang í veikindum og dauða barna. –   Ég á líka erfitt með að sjá tilgang í þjáningu fullorðinna, eða það að móðir þurfi að horfa upp á barnið sitt þjást og svo deyja. – Og þá upplifa að þjáningin hafi verið tilgangslaus. –

Munurinn á þjáningu með tilgangi og tilgangslausri, er skýrust þegar barn fæðist.  Væntanleg móðir gengur í gegnum sársauka við barnsburð, en í flestum tilfellum hverfur þessi þjáning fyrir blessunninni sem fylgir því þegar barnið kemur í heiminn, og móðirin hugsar að það hafi verið þjáningarinnar virði.   Hún hafi tilgang.

En hvað þá ef hún fer í gegnum þjáninguna við barnsburð og fæðir andvana barn? – Er þá tilgangur með þjáningunni? –

Eina sem ég get fundið út því – ef við reiknum með að alllt hafi tilgang, – er að þessi fæðing andvana barns sé hlekkur í stærri aðdraganda, –  okkar eigin fæðingar til nýs lífs (sem er venjulega talað um sem dauðann). –

Ef það á að vera tilgangur – þá hljótum við að þurfa að setja hann í stærra samhengi.

Auðvitað lærum við afskaplega mikið í gegnum það sem við viljum ekki – eða við lærum hvað við viljum með því að upplifa það sem við viljum ekki.

Við elskum sólina og sumarið kannski enn meira þegar við þekkjum harðan vetur, en ef að sólin skini allt árið og veður væri alltaf eins. –   Sólin getur orðið þreytandi líka.  Við viljum flest fá tilbreytingu.

Ég skrifa þennan pistil auðvitað út frá eigin tilfinningastormi. –  Og tilvistarspurningum mínum.

Hver er tilgangurinn með áföllum mínum og missi? –  Og hver er tilgangurinn með áföllum nokkurrar manneskju og missi? –  Ástvinamissi og heilsumissi? –

Erum við alltaf í skóla og mikið andsk ….. getur þessi skóli lífsins verið grimmur. Köllum við þetta yfir okkur? –    Nú brestur mig skilning.

En nú ætla ég að „adda“ inn formúlinni sem ég hef lært og ekki segja: „Hvað get ég ekki gert?“ –  heldur „Hvað get ég gert?“ –    og svo önnur spurning sem kemur í kjölfarið:  „Hvað vil ég gera?“ –

Hvað ef tilgangur lífsins er að njóta lífsins á meðan við höfum líf? –

Hvernig njótum við lífsins? –  Jú, það hlýtur að vera með því að gera það besta úr því sem við höfum á hverri stundu. VIð leggjum okkar af mörkum til að gera gott fyrir náungann og okkur sjálf. –   Við notum frelsið til að velja, því þó að hindranir séu settar í veginn, getum við valið hvernig við komumst yfir þær eða förum framhjá þeim. –  Nú eða hvernig við horfum á þær, – hversu stórar þær verða, hversu „dóminerandi“ þær verða í lífi okkar o.s.frv. –

Ef markmiðið er að gera það besta úr hverri stundu,  þá velur maður sér fólk, aðstæður og viðhorf sem er besta mögulegt. –  Bestu líkamlegu og andlegu næringu sem fyrirfinnst, –

Það er að segja ef okkur þykir nógu vænt um okkur sjálf! –

Við ráðum engu um sumt, en miklu um margt. –

Enginn orðar það sem ég vil egja betur en Reinhold Niebuhr í Æðruleysisbæninni:

GUÐ GEFI MÉR ÆÐRULEYSI

TIL AÐ SÆTTA MIG VIÐ ÞAÐ SEM ÉG GET EKKI BREYTT

HUGREKKI TIL AÐ BREYTA ÞVÍ SEM ÉG GET BREYTT

OG VIT TIL AÐ GREINA ÞAR Á MILLI.

Þessi bæn hefur fylgt mér í mörg ár, og diskurinn minn RÓ er byggður á honum, og ég hlusta stundum á sjálfa mig, sérstaklega kaflann um kjarkinn,  – þegar ég þarf að safna mér saman og taka erfiðar ákvarðanir. –

Það mætti kannski bæta við bænina:

OG ÞEGAR ÉG VEIT HVAÐ ÉG Á AÐ GERA,

GEFÐU MÉR VILJASTYRK TIL AÐ FYLGJA ÞVÍ EFTIR! .. 🙂

Flest vitum við hvað okkur er hollast og best, – við erum fædd með þessa vitneskju. Hyggjuvitið. –  Alveg eins og við erum með bragðlauka til að átta okkur á hvað okkur finnst gott eða vont, þá finnum við bragð eða óbragð af því sem við erum að taka á móti daglega. –  Okkur líkar það eða ekki. –    Verst er þegar ekkert er í boði nema matur sem okkur þykir vondur. –

Það ganga aldrei allar líkingar upp – en svona næstum því. –   Oftast finnum við leiðir og stundum þurfum við að bíta í súr epli –  og stundum gera súru eplin okkur gott, –  en ónýt epli gera það ekki.

Ég talaði um langveik börn hér í upphafi, sorgina við ástvinamissi og heilsumissi. –  Ég talaði líka um lífið sem andstæður og í framhaldi kemur setningin: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ ..

Við tökum flestu sem sjálfsögðum hlut, – líkama okkar, heilsu okkar – jafnvel ástvinum okkar, maka – börnum. –  Við sem höfum eignast börn, áttum okkur t.d. kannski ekki á því að fullt af fólki er að reyna eiignast börn eða hefur langað til en hefur ekki getað það.

Það er, merkilegt nokk, alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir. –  Líka þegar hindranirnar mæta okkur. –   Það er t.d. þakkarvert blessað fólkið sem kemur hlaupandi til að styðja okkur. (En til þess þarf oftast að biðja um hjálp með einum eða öðrum hætti).  Leita sér stuðnings með öðru fólki sem er að glíma við sömu hindranir, því þetta verður léttara þegar við erum saman.

Bíllinn festist í skafli og ég er pikkföst, ekki séns að losa hann, nema jú moka í nokkra daga – og þá þarf að sækja skóflu.  En ef að flokkur manna kemur og ýtir á bílinn þá leysist málið fyrr, nú eða traktor mætir á svæðið og dregur bílinn upp úr skaflinum. –

Langur vetur – mikill snjór. –   Við verðum langeyg eftir vorinu, en það er víst öruggt að það kemur. –   Við getum gefist upp á vetrinum, – hætt að dásama fegurð frostsins,   það er allt í lagi á meðan við gefumst ekki upp á okkur sjálfum. –

Upp, upp mín sál og allt mitt geð!..    Við finnum tilgang (eitthvað til að ganga til) og tækifæri sem spretta upp úr mótlætinu. –

Skrítin þessi veröld og óskiljanleg, og þá er best að vera ekkert að reyna að skilja.  Bara vera. –

Og vera og gera saman.

Erþaðekkibara?  🙂

WIN_20141227_102452

4 hugrenningar um “Að finna sér tilgang og tækifæri

  1. Kæra Jóhanna.
    Ég þakka þér af alhug fyrir uppbyggileg skrif. Þú ert svo jákvæð og kærleiksrík að ég verð „betri“ eftir að lesa það sem þú skrifar. Þú ert líka svo góður penni og það gerir pistlana þína bæði djúpa og umhugsunarverða.
    Ég sendi þér hlýjar kveðjur og einlægar óskir um að allt fari á besta veg hjá þér.
    Sigríður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s