Mér hefur verið bent á það að tveimur viðmælendum, undanfarið, að þegar ég er spurð út í sjálfa mig eða heilsuna, fari ég að tala um starfið, hvernig það gangi, sigra og ósigra í því o.s.frv. – Einnig tala ég um fjölskylduna, hvernig henni vegnar o.s.frv. – Ég hélt ég væri mjög sjálfhverf, – kannski bara sjálfhverf á facebook? – Set inn myndir af sjálfri mér og segi fréttir af sjáfri mér þar. –
Ég veit það að starfsumhverfi skiptir mig máli og ég veit það enn betur að börnin mín og börnin þeirra skipta mig enn meira máli. – Til að mér líði vel þarf ég að vita að vel gangi í vinnunni og að börnunum mínum líði vel. – EN ég á auðvitað að vita að það virkar líka á hinn mátann, – ef ég er frísk og líður vel þá gengur betur í vinnunni og þá líður líka afkomendum betur. – Þetta virðist innræktað í mann að ef við hugsum fyrst „Hvað er gott fyrir mig?“ – í stað þess að hugsa „Hvað er gott fyrir hina?“ – þá séum við eigingjörn.
Nágrannakona mín elskuleg- skrifaði á facebook: „Mundu hver er í fyrsta sæti og hver ætlar að elska sig og virða þarfir sínar sérstaklega, um páskana“ ..
Það er m.a. hún og síðan vinnuveitandi minn á Sólheimum, sem hafa bent mér á að þegar ég er spurð: „Hvernig líður þér?“ – eða „Hver er staðan á þér?“ – (M.a. út af því að ég er frekar nýkomin úr krabbameinsaðgerð) þá fer ég að tala um vinnuna (sérstaklega við vinnuveitandann) – og svo um börnin mín og hverng þeim gengur og hvað þau eru að gera o.s.frv. –
„Setjið súrefnisgrímuna á ykkur fyrst og aðstoðið síðan barnið“ .. gamla tuggan sem við reynum að læra, en virðist seint lærð.
Hverjar eru þarfir MÍNAR? Hverjar eru óskir MÍNAR? – „Jú, að börnin mín og barnabörn og fjölskylda öll sé heil og hamingjusöm og að starfið gangi vel – og ÞÁ muni ég geta verið heil og hamingjusöm“ … myndi ég eflaust svara … EN sjálf hef ég kennt að það á ekki að vera neitt skilyrði fyrir hamingjunni – og við eigum ekki að lifa í „ÞÁ“ – „EF“ – og „ÞEGAR“ .. heimi, og þetta virkar í raun öfugt.
Hamingjan dregur vagninn en ekki vagninn haminguna. –
Hugurinn minn er svo mikið við starfið að ég var að leita lausna við ákveðin mál daginn eftir aðgerð, þegar ég lá inni á sjúkrahóteli. – Þetta er ekki dugnaður, þettta er klikkun! .. eða a.m.k. heilkenni.
Þetta er „EF – ÞÁ heiikennið“ .. EF að lausn finnst í þessu atriði í vinnunni – ÞÁ get ég sofið vel“ .. sama gildir um fólkið mitt.
Æðruleysi – lognið í storminum, – enn og aftur.
Ég veit ég er langt í frá eina manneskjan sem hugsa svona, – og ég þarf enn og aftur að læra að sleppa.
Ég læri það við og við og stend kúl og keik, – en um leið og eitthað brestur, eins og að verða veik, þá er eins og jarðtengingin verði verri og ég fer, eins og hendi sé veifað, er farið í að bjarga heiminum, – þrátt fyrir að vita að ég þarf fyrst og fremst að bjarga sjálfri mér.
Merkilegt! –
En það er gott að sjá meinið eða heilkennið, – vera meðvituð um það og VIÐURKENNA, öðruvísi er ekki hægt að lækna.
Ég ætla að taka þessi orð elskulegu nágrannakonunnar til mín um páskana og áfram auðvitað eftir páska:
„Mundu hver er í fyrsta sæti og hver ætlar að elska sig og virða þarfir sínar sérstaklega, um páskana“ ..
og svo ein „selfie“ í lokin 🙂